Iquodala jafnaði troðslumet 19. desember 2005 14:45 Andre Iguodala treður hér í leik gegn Milwaukee í vetur NordicPhotos/GettyImages Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. Bruce Bowen hjá San Antonio jafnaði met í nótt þegar hann spilaði sinn 296. leik í röð fyrir liðið, en þar með jafnaði hann árangur Avery Johnson sem er nú þjálfari Dallas. Bowen hefur ekki misst úr leik með liðinu síðan febrúar árið 2002. Vandræðagemlingurinn Ron Artest er nú sagður vera að íhuga að draga beiðni sína um að verða skipt frá Indiana til baka og er sagður vilja vera áfram hjá Indiana. Forráðamenn félagsins eru þó ekki á sama máli, enda orðnir dauðleiðir á uppátækjum leikmannsins. Þeir tjalda nú öllu til að reyna að skipta honum frá félaginu, en takist það ekki, segja þeir að Artest verði látinn sitja á bekknum í allan vetur ef með þarf. Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit Pistons, segist aldrei hafa verið betri en hann er í dag og kannski engin furða. Billups, sem er 29 ára gamall og er á sínu níunda ári í deildinni, skorar að meðaltali 18,4 stig, gefur tæpar 9 stoðsendingar og hittir úr 92% víta sinna og 46% þriggja stiga skota sinna. "Ég hef aldrei verið eins góður og núna. Ég fæ frelsi í sóknarleiknum og kann öll kerfin utanbókar. Hlutirnir ganga virkilega vel núna," sagði Billups. Detroit er með besta vinningshlutfall deildarinnar, hefur unnið 18 leiki og tapað aðeins þremur. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Háloftafuglinn Andre Iguodala hjá Philadelphia skoraði 26 stig í nótt þegar lið hans burstaði Toronto, en hann tróð boltanum alls sex sinnum í leiknum og það er það mesta í fimm ár hjá bakverði í NBA deildinni. Það er hinsvegar Dwayne Wade hjá Miami sem er með flestar troðslur allra bakvarða í NBA í vetur með 51 troðslu, en Iguodala kemur næstur þar á eftir með 39 troðslur. Bruce Bowen hjá San Antonio jafnaði met í nótt þegar hann spilaði sinn 296. leik í röð fyrir liðið, en þar með jafnaði hann árangur Avery Johnson sem er nú þjálfari Dallas. Bowen hefur ekki misst úr leik með liðinu síðan febrúar árið 2002. Vandræðagemlingurinn Ron Artest er nú sagður vera að íhuga að draga beiðni sína um að verða skipt frá Indiana til baka og er sagður vilja vera áfram hjá Indiana. Forráðamenn félagsins eru þó ekki á sama máli, enda orðnir dauðleiðir á uppátækjum leikmannsins. Þeir tjalda nú öllu til að reyna að skipta honum frá félaginu, en takist það ekki, segja þeir að Artest verði látinn sitja á bekknum í allan vetur ef með þarf. Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit Pistons, segist aldrei hafa verið betri en hann er í dag og kannski engin furða. Billups, sem er 29 ára gamall og er á sínu níunda ári í deildinni, skorar að meðaltali 18,4 stig, gefur tæpar 9 stoðsendingar og hittir úr 92% víta sinna og 46% þriggja stiga skota sinna. "Ég hef aldrei verið eins góður og núna. Ég fæ frelsi í sóknarleiknum og kann öll kerfin utanbókar. Hlutirnir ganga virkilega vel núna," sagði Billups. Detroit er með besta vinningshlutfall deildarinnar, hefur unnið 18 leiki og tapað aðeins þremur.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira