United og Wigan áfram

Manchester United og Wigan eru komin áfram í enska deildarbikarnum eftir góða sigra í leikjum sínum í kvöld. United vann auðveldan útisigur á Birmingham 3-1 með tveimur mörkum frá Louis Saha og einu frá Kínverjanum Park. Jiri Jarosik minnkaði muninn fyrir Birmingham. Þá vann Wigan góðan 2-0 sigur á Bolton með tveimur mörkum frá Jason Roberts.