Varnarjaxlinn Marcel Desailly segist hafa áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina og ljúka ferli sínum með litlu liði. Hann hefur undanfarið spilað í Qatar, en talið er víst að Harry Redknapp, stjóri Portsmouth hafi mikinn áhuga á að fá hinn 37 ára gamla varnarmann til liðs við sig til að reyna að bjarga liðinu frá falli.
"Ég er sannfærður um að ég gæti orðið að gagni fyrir eitthvað af litlu liðunum í úrvalsdeildinni. Þó ég sé vel kunnugur ensku úrvalsdeildinni, finnst mér ennþá spennandi tilhugsun að spila í deildinni, því ég hef engan áhuga á að spila í Frakklandi," sagði Desailly.