Sport

Juventus varði forskot sitt á toppnum

Franska markamaskínan David Trezeguet fagnar hér ásamt félaga sínum Zlatan Ibrahimovic, en Juventus er gott átta stiga forskot á toppnum á Ítalíu
Franska markamaskínan David Trezeguet fagnar hér ásamt félaga sínum Zlatan Ibrahimovic, en Juventus er gott átta stiga forskot á toppnum á Ítalíu NordicPhotos/GettyImages

Juventus heldur átta stiga forskoti sínu á toppi ítölsku A-deildarinnar í knattspyrnu eftir leiki gærkvöldsins, en efstu liðin Juventus, AC Milan og Inter unnu öll sannfærandi sigra í gærkvöldi.

Juventus lagði Siena 2-0 með mörkum frá Fabio Cannavaro og David Trezeguet, en hann var þar með að skora í níunda leiknum í röð og hefur skoraði fimmtán mörk í jafn mörgum leikjum í vetur.

Inter vann auðveldan 4-1 sigur á Empoli. Adriano skoraði fyrsta mark Inter í leiknum, en lenti svo í hörðu samstuði og þurfti að fara meiddur af velli eftir að hafa misst meðvitund í smá stund eftir höggið. Varamaður hans Julio Cruz bætti við öðru marki Inter og eftir að Empoli hafði minnkað muninn, innsigluðu þeir Figo og Martins sigurinn.

AC Milan var sömuleiðis ekki í vandræðum með Livorno, þó heimamenn hefðu verið taplausir fyrir leikinn og Milan tapað fjórum af síðustu átta leikjum sínum. Milan hafði sigur 3-0 með tveimur mörkum frá Gilardinho og einu frá Shevchenko.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×