Van Persie gæti misst af jólaleikjunum

Framherjinn ungi Robin Van Persie hjá Arsenal gæti misst af leikjahrinu liðsins um jól og áramót vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í bikarleiknum gegn Doncaster í gær. "Robin fékk högg á hnéð og við erum ekki vissir um hve lengi hann verður frá, en hann er nokkuð bólginn," sagði Arsene Wenger, en einnig er óljóst með þáttöku Thierry Henry í næsta leik vegna meiðsla á hásin.