Ciudad Real tapaði fyrir Portland San Antonio

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real töpuðu naumlega fyrir Portland San Antonio í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi 28-27. Ólafur skoraði þrjú mörk í leiknum. Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 28 stig, Portland San Antonio er í öðru sæti með 27 stig og Ciudad í því þriðja með 24 stig. Einar Örn Jónsson skoraði sjö mörk fyrir lið sitt Torrevieja í 29-23 sigri liðsins á Cangas.