Innlent

Sveitarfélög í fyrsta sinn færri en hundrað

Sveitarfélögum landsins fækkar um þrjú á nýársdag þegar sameining fjögurra sveitarfélaga undir nafni Húnavatnshrepps tekur gildi.

Sveitarfélög landsins verða þá 98 talsins og verður það í fyrsta skipti sem sveitarfélög verða innan við hundrað talsins samkvæmt upplýsingum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga, flest urðu sveitarfélögin 229 árið 1950 og hefur því fækkað um meira en helming.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×