Njarðvík burstaði Keflavík 30. desember 2005 21:16 Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið burstaði granna sína Keflvíkinga 108-84 í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu ágæta forystu eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku heimamenn við sér og skutu granna sína í kaf. Njarðvík vann 2. og 3. leikhlutana samtals 75-39 og því var staðan í leiknum orðin 91-63 fyrir Njarðvík þegar kom í lokaleikhlutann og fimmti sigur þeirra í röð á Keflvíkingum í vetur því nánast í höfn. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga eins og svo oft áður í vetur og skoraði 26 stig, hirti 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson skoraði 20 stig, þar af 17 í þriðja leikhlutanum þegar Njarðvíkurliðið stakk af. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og varði 5 skot og Brenton Birmingham skoraði 17 stig, stal 5 boltum og hitti úr 7 af 9 skotum sínum í leiknum. Hjá Keflavík var AJ Moye stigahæstur með 25 stig og hirti 15 fráköst, Arnar Freyr Jónsson skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og Magnús Gunnarsson skoraði 12 stig, en hann hitti aðeins úr 2 af 13 skotum sínum í leiknum og þar af 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Njarðvíkingar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í kvöld, þegar liðið burstaði granna sína Keflvíkinga 108-84 í Njarðvík í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og höfðu ágæta forystu eftir fyrsta leikhlutann, en eftir það tóku heimamenn við sér og skutu granna sína í kaf. Njarðvík vann 2. og 3. leikhlutana samtals 75-39 og því var staðan í leiknum orðin 91-63 fyrir Njarðvík þegar kom í lokaleikhlutann og fimmti sigur þeirra í röð á Keflvíkingum í vetur því nánast í höfn. Jeb Ivey var stigahæstur í liði Njarðvíkinga eins og svo oft áður í vetur og skoraði 26 stig, hirti 7 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Guðmundur Jónsson skoraði 20 stig, þar af 17 í þriðja leikhlutanum þegar Njarðvíkurliðið stakk af. Friðrik Stefánsson skoraði 18 stig, hirti 7 fráköst og varði 5 skot og Brenton Birmingham skoraði 17 stig, stal 5 boltum og hitti úr 7 af 9 skotum sínum í leiknum. Hjá Keflavík var AJ Moye stigahæstur með 25 stig og hirti 15 fráköst, Arnar Freyr Jónsson skoraði 19 stig, hirti 7 fráköst og Magnús Gunnarsson skoraði 12 stig, en hann hitti aðeins úr 2 af 13 skotum sínum í leiknum og þar af 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira