Ferdinand afgreiddi Liverpool 23. janúar 2006 00:01 Sigurmarkið: Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. Fréttablaðið/Getty Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sjá meira
Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Dagskráin í dag: Enski boltinn býður upp á veislu og spennan magnast í NFL Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sjá meira