Ferdinand afgreiddi Liverpool 23. janúar 2006 00:01 Sigurmarkið: Rio Ferdinand sést hér stanga boltann glæsilega inn í mark Liverpool á síðustu mínútu leiksins í gær. Jose Reina var með fingurna í boltanum en skallinn var einfaldlega of fastur. Fréttablaðið/Getty Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Gefa krökkunum frí í skólanum til að fagna Eagles Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Sögulegt hjá Mikael Herra Fjölnir tekur við Fjölni Sjá meira
Leikurinn á Old Trafford var kaflaskiptur en lánleysi Liverpoolmanna var algjört. Miðjuhnoð og barátta einkenndi fyrri hálgfleikinn en sá síðari var öllu líflegri. Ferdinand bjargaði á línu og Djibril Cisse skaut yfir fyrir opnu marki á meðan Wayne Rooney sýndi skemmtilega takta í sóknarleik United sem var stirður á löngum köflum. Allt leit út fyrir markalaust jafntefli áður en Ferdinand stangaði aukaspyrnu Ryan Giggs í markið á lokasekúndum leiksins og tryggði United öll stigin. Hetjan Ferdinand var með fæturna á jörðinni eftir leikinn og sagði lið Man. Utd ekki ætla að ofnmetnast með þessum sigri. "Það eina sem við getum gert er að vinna okkar leiki og vona að önnur lið misstígi sig. Það ætti að skila okkur ágætri stöðu þegar tímabilið er á enda," sagði Ferdinand. Ryan Giggs, sem átti snilldarlegu aukaspyrnuna sem gaf mark sagði leikinn í gær hafa verið kennslubókardæmi um hvernig það mætti aldrei gefast upp. "Það er alltaf gaman að spila á móti Liverpool en ennþá skemmtilegra að vinna þá. Við lögðum okkur allir fram eins og við gátum og það skilaði okkur góðum úrslitum," sagði Giggs. Rafael Benitz, stjóri Liverpool, taldi úrslitin hafa verið ósanngjörn. "Það er ekki hægt að vera annað en vonsvikinn með þessa niðurstöðu. Við stjórnuðum leiknum og stóðum okkur vel í að halda boltanum og spila skyndisóknir en töpuðum á marki eftir aukaspyrnu á síðustu mínútunni sem er augljóslega mjög dapurt. Við fengum færi til að vinna leikinn en við þurfum að klára færin sem við sköpum til að vinna," sagði sársvekktur Benítez eftir leikinn.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ Enski boltinn Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Skildi Arnór eftir í „skítastöðu“ og tók við liði sem er sextán sætum neðar Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Mörkin í Meistaradeild: Gleymdur Kane og fullkomin vippa Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Gefa krökkunum frí í skólanum til að fagna Eagles Dagskráin: Víkingar í umspili Sambandsdeildar og Bónus deildin í körfu Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“ „Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Van Dijk: Þetta var bikarúrslitaleikur fyrir Everton Celtic hélt sér á lífi með marki í lokin á móti Bayern Guðlaugur Victor lagði upp mark Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Glódís Perla með mikilvægt mark í bikarnum en hinar úr leik Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Sögulegt hjá Mikael Herra Fjölnir tekur við Fjölni Sjá meira