Af tilgerðarlausri ástríðu 25. apríl 2006 08:00 Rúnar Helgi Vignisson. Binst höfundum sínum sterkum böndum. MYND/Valli Rúnar Helgi Vignisson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2006 fyrir þýðingu á skáldsögunni Barndómi eftir J.M. Coetzee en hann hefur á undanförnum árum gert metnaðarfullar þýðingar á verkum margra af merkustu höfundum samtímans. Rúnar Helgi leggur líf sitt og sál í þýðingarnar og grínast með að vita ekki hversu lengi hann muni tóra ef hann heldur áfram að þýða stórvirki bókmenntanna. "Ég set svo mikið af sjálfum mér í þessa vinnu," útskýrir hann, starf þýðandans er gjöfult en krefjandi og slítandi. Þýðingar eru ástríða og hann binst höfundunum sínum sérstökum böndum, kynnir sér ævir þeirra og önnur störf og les jafnvel heildarverk þeirra. "Þessu fylgir líka mikil kynningarstarfssemi, greinaskrif og slíkt - sumir segja að þetta jaðri við kristniboð hjá mér," segir hann kíminn en líklega tengist það líka kennaranum sem blundar í þýðandanum, útgefandum og rithöfundinum Rúnari Helga. Hann segist ekki þýða bækur nema hann finni ástríðu í sögunum. "Ekki nema maður sé þeim mun blankari," bætir hann við hlæjandi. Þegar litið er á afrekslistann hans kemur samt í ljós að þar eru engar blankheitabækur heldur þýðingar á verkum ekki minni spámanna en Williams Faulkner, Philips Roth og Ians McEwan. Honum þykir sjálfum vænst um þýðinguna á Ljósi í ágúst eftir Faulkner, skáldsögu sem átti hug hans allan og starfskrafta í tvö ár.Græna húsið Á síðasta ári stofnaði Rúnar Helgi útgáfufyrirtækið Græna húsið ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Ástæðan var sú að að starf útgáfustjórans eða ritstjórans var eitt af fáum ritstörfum sem Rúnar hafði ekki sinnt en vildi prófa. "Hugsunin var einnig að losna undan kvöðum einhverra ósýnilegra ritstjóra sem ég bjó mér til í huganum," segir Rúnar Helgi. Framtakið varð að sönnu frelsandi fyrir rithöfundinn og fyrir síðustu jól gaf Rúnar Helgi út skáldsöguna Feigðarflan hjá sínu Græna húsi, bók sem af sumum er talin hans besta frumsamda verk til þessa. Áður hefur Rúnar Helgi gefið út fjórar skáldsögur og smásagnasafn auk fjölmargra þýðinga.Verðlaunahafar ásamt forseta Rúnar Helgi ásamt hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Sigurði A. Magnússyni, handhafa fyrstu heiðursverðlauna Bandalags þýðenda og túlka. fréttablaðið/ HÖrðurSmásögur heimsins Á borðinu er líka stórt verkefni sem Rúnar Helgi starfar að fyrir annað hús en verkefnið, sem ber vinnuheitið Smásögur heimsins, er í bígerð fyrir útgáfufyrirtækið Bjart. Rúnar Helgi ritstýrir verkefninu og mun einnig þýða talsvert af þeim sögum sem ritaðar eru á ensku. "Þetta verður bók sem mun innihalda rjómann af smásögum heimsins," útskýrir hann en safnið verður bæði sögulegt og alþjóðlegt yfirlit með 30-50 smásögum. "Svona bók gæti auðveldlega orðið 2000 síður, og mér myndi ekki endast aldur til þess að lesa allar góðu smásögurnar sem hafa verið skrifaðar," segir Rúnar Helgi sem á augljóslega mikið verk fyrir höndum að velja sögur í slíkt rit.Þýðing verðlauna Íslensku þýðingaverðlaunin eru kærkominn hvatning fyrir Rúnar Helga. "Það er gott að fá stimpil frá viðurkenndum aðilum," segir hann og bætir við að ritstörfin séu ekki alltaf dans á rósum, tískan sé breytileg og því séu þýðendur og höfundar ef til vill ekki vissir um ágæti og viðtökur verka sinna. "Svona viðurkenning hefur jafnmikla þýðingu fyrir fólkið í kringum mann," áréttar hann. Bókaútgáfa Græna húsins mun halda áfram að blómstra, Rúnar Helgi er að þýða söguna um Sólvæng, framhald barnabókarinnar Silfurvængur eftir Kenneth Oppel sem kom út fyrir síðustu jól og vakti mikla lukku barna og annarra gagnrýnenda. "Ferðaskrifstofa íslenskrar tungu" eins og fyrirtækið er kallað á heimasíðu þess er í stöðugri þróun og Rúnar Helgi segir það muni koma í ljós hvort þau hjónin víkki út starfsemina eða hvort hún muni halda áfram snúast að mestu um höfundarverk hans. Í kvöld gefst lesendum og öðrum áhugasömum kostur á að kynnast verkum Rúnars Helga betur því hann verður gestur á Skáldspírukvöldi Lafleurútgáfunnar í Iðuhúsinu við Lækjargötu og hefst dagskráin kl. 20. Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Rúnar Helgi Vignisson hlaut Íslensku þýðingaverðlaunin 2006 fyrir þýðingu á skáldsögunni Barndómi eftir J.M. Coetzee en hann hefur á undanförnum árum gert metnaðarfullar þýðingar á verkum margra af merkustu höfundum samtímans. Rúnar Helgi leggur líf sitt og sál í þýðingarnar og grínast með að vita ekki hversu lengi hann muni tóra ef hann heldur áfram að þýða stórvirki bókmenntanna. "Ég set svo mikið af sjálfum mér í þessa vinnu," útskýrir hann, starf þýðandans er gjöfult en krefjandi og slítandi. Þýðingar eru ástríða og hann binst höfundunum sínum sérstökum böndum, kynnir sér ævir þeirra og önnur störf og les jafnvel heildarverk þeirra. "Þessu fylgir líka mikil kynningarstarfssemi, greinaskrif og slíkt - sumir segja að þetta jaðri við kristniboð hjá mér," segir hann kíminn en líklega tengist það líka kennaranum sem blundar í þýðandanum, útgefandum og rithöfundinum Rúnari Helga. Hann segist ekki þýða bækur nema hann finni ástríðu í sögunum. "Ekki nema maður sé þeim mun blankari," bætir hann við hlæjandi. Þegar litið er á afrekslistann hans kemur samt í ljós að þar eru engar blankheitabækur heldur þýðingar á verkum ekki minni spámanna en Williams Faulkner, Philips Roth og Ians McEwan. Honum þykir sjálfum vænst um þýðinguna á Ljósi í ágúst eftir Faulkner, skáldsögu sem átti hug hans allan og starfskrafta í tvö ár.Græna húsið Á síðasta ári stofnaði Rúnar Helgi útgáfufyrirtækið Græna húsið ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Ástæðan var sú að að starf útgáfustjórans eða ritstjórans var eitt af fáum ritstörfum sem Rúnar hafði ekki sinnt en vildi prófa. "Hugsunin var einnig að losna undan kvöðum einhverra ósýnilegra ritstjóra sem ég bjó mér til í huganum," segir Rúnar Helgi. Framtakið varð að sönnu frelsandi fyrir rithöfundinn og fyrir síðustu jól gaf Rúnar Helgi út skáldsöguna Feigðarflan hjá sínu Græna húsi, bók sem af sumum er talin hans besta frumsamda verk til þessa. Áður hefur Rúnar Helgi gefið út fjórar skáldsögur og smásagnasafn auk fjölmargra þýðinga.Verðlaunahafar ásamt forseta Rúnar Helgi ásamt hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Sigurði A. Magnússyni, handhafa fyrstu heiðursverðlauna Bandalags þýðenda og túlka. fréttablaðið/ HÖrðurSmásögur heimsins Á borðinu er líka stórt verkefni sem Rúnar Helgi starfar að fyrir annað hús en verkefnið, sem ber vinnuheitið Smásögur heimsins, er í bígerð fyrir útgáfufyrirtækið Bjart. Rúnar Helgi ritstýrir verkefninu og mun einnig þýða talsvert af þeim sögum sem ritaðar eru á ensku. "Þetta verður bók sem mun innihalda rjómann af smásögum heimsins," útskýrir hann en safnið verður bæði sögulegt og alþjóðlegt yfirlit með 30-50 smásögum. "Svona bók gæti auðveldlega orðið 2000 síður, og mér myndi ekki endast aldur til þess að lesa allar góðu smásögurnar sem hafa verið skrifaðar," segir Rúnar Helgi sem á augljóslega mikið verk fyrir höndum að velja sögur í slíkt rit.Þýðing verðlauna Íslensku þýðingaverðlaunin eru kærkominn hvatning fyrir Rúnar Helga. "Það er gott að fá stimpil frá viðurkenndum aðilum," segir hann og bætir við að ritstörfin séu ekki alltaf dans á rósum, tískan sé breytileg og því séu þýðendur og höfundar ef til vill ekki vissir um ágæti og viðtökur verka sinna. "Svona viðurkenning hefur jafnmikla þýðingu fyrir fólkið í kringum mann," áréttar hann. Bókaútgáfa Græna húsins mun halda áfram að blómstra, Rúnar Helgi er að þýða söguna um Sólvæng, framhald barnabókarinnar Silfurvængur eftir Kenneth Oppel sem kom út fyrir síðustu jól og vakti mikla lukku barna og annarra gagnrýnenda. "Ferðaskrifstofa íslenskrar tungu" eins og fyrirtækið er kallað á heimasíðu þess er í stöðugri þróun og Rúnar Helgi segir það muni koma í ljós hvort þau hjónin víkki út starfsemina eða hvort hún muni halda áfram snúast að mestu um höfundarverk hans. Í kvöld gefst lesendum og öðrum áhugasömum kostur á að kynnast verkum Rúnars Helga betur því hann verður gestur á Skáldspírukvöldi Lafleurútgáfunnar í Iðuhúsinu við Lækjargötu og hefst dagskráin kl. 20.
Bókmenntir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira