Erlent

Hermenn og túlkur létust

Tveir breskir hermenn og afganskur túlkur létust í árás á herstöð Breta í Afganistan í gær. 10.000 hermenn frá Afganistan og bandamenn þeirra hafa barist hart undanfarna daga í mestu árásum í landinu frá því árið 2001.

Hersveitir okkar eru í Afganistan til að hjálpa Afgönum að byggja upp land sitt. Það þýðir að við þurfum að berjast við talibanana sem gera allt til að hindra framfarir, sagði Des Browne, varnarmálaráðherra Breta, í gær.

Aukin átök í Afganistan hafa valdið áhyggjum Breta en 3.300 breskir hermenn eru í landinu. Samtals tuttugu manns létust í tveimur flugárásum í Suður-Afganistan í gær en þeir sem létust voru allir uppreisnarmenn.

Breski varnarmálaráðherrann vottaði aðstandendum hermannanna samúð sína í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×