Verstu umferðarhnútarnir óleysanlegir 12. júlí 2006 07:00 mislægu gatnamótin Mikil fjölgun hefur orðið á mislægum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér sjást tölvugerðar myndir af gatnamótunum sem verið er að reisa á mótum Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. Óslitin bílalestin á Suðurlandsvegi náði, þegar verst var, austur fyrir Selfoss og segir Jóhann að þótt mislægu gatnamótin komi til með að leysa oft og tíðum erfiðan umferðarhnút og greiða fyrir umferð inn í borgina þá sé nánast ómögulegt að sporna við tilvikum eins og sköpuðust á sunnudag. Hafist var handa við gerð mislægu gatnamótanna í lok mars og á framkvæmdunum að vera lokið 1. nóvember. Verkið kostar fjögur hundruð milljónir. Til viðbótar við mislægu gatnamótin er unnið að gerð undirganga á leiðinni út úr Mosfellsbæ en Jóhann segir það enginn áhrif munu hafa á umferðarflæði. Þá sé í bígerð að breikka allan Suðurlandsveginn á sama hátt og gert var á Sandskeiði nýlega. Sú framkvæmd er á forhönnunarstigi og verður sennilega ekki lokið fyrr en eftir þrjú ár hið minnsta. Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Mislæg gatnamót Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar hefðu mátt sín lítils gegn þeim umferðarþunga sem skapaðist á sunnudag þegar landsmenn flykktust heim úr fríum til að sjá úrslitaleik Frakka og Ítala á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þetta segir Jóhann Bergmann, deildarstjóri hjá Vegagerðinni. Óslitin bílalestin á Suðurlandsvegi náði, þegar verst var, austur fyrir Selfoss og segir Jóhann að þótt mislægu gatnamótin komi til með að leysa oft og tíðum erfiðan umferðarhnút og greiða fyrir umferð inn í borgina þá sé nánast ómögulegt að sporna við tilvikum eins og sköpuðust á sunnudag. Hafist var handa við gerð mislægu gatnamótanna í lok mars og á framkvæmdunum að vera lokið 1. nóvember. Verkið kostar fjögur hundruð milljónir. Til viðbótar við mislægu gatnamótin er unnið að gerð undirganga á leiðinni út úr Mosfellsbæ en Jóhann segir það enginn áhrif munu hafa á umferðarflæði. Þá sé í bígerð að breikka allan Suðurlandsveginn á sama hátt og gert var á Sandskeiði nýlega. Sú framkvæmd er á forhönnunarstigi og verður sennilega ekki lokið fyrr en eftir þrjú ár hið minnsta.
Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira