Búslóð var stolið í miðjum flutningum í Árbænum 12. júlí 2006 07:15 Nói Benediktsson, Segir tjónið bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Hann hefur enga hugmynd um hver eða hverjir gætu hafa verið að verki, en málið er í rannsókn hjá lögreglu. Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna. Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira
Óskemmtileg sjón blasti við Nóa Benediktssyni bifvélavirkja þegar hann var að flytja úr íbúð sinni að Hraunbæ 166 á laugardaginn, en þá hafði hluta búslóðar hans verið stolið af stéttinni fyrir framan húsið. Vegna þess að bannað er að leggja við stéttina brugðu Nói og tengdasonur hans, sem var að hjálpa til við flutningana, á það ráð að geyma húsgögn og aðra hluti sem þeir voru að flytja úr íbúðinni á sjálfri stéttinni þangað til búið væri að tæma íbúðina. Fór það ekki betur en svo að margvíslegir munir höfðu verið hirtir þegar þeir komu til baka, meðal annars tveir stólar, sófaborð, forláta bókahilla og borðtölva. "Við vorum þarna tveir, ég og tengdasonur minn að flytja. Við lögðum kassa og húsgögn snyrtilega við skiltið sem er þarna beint fyrir framan húsið, enda lá mikið á að klára að hreinsa íbúðina," segir Nói. "Um klukkutíma eftir að við byrjum kemur dóttir mín að hjálpa, og spyr hvort það hafi ekki verið tveir stólar með sófasettinu. Ég kanna málið og kemst að því að stólarnir eru horfnir ásamt öðrum hlutum." Hann segist ekki hafa hugmynd um hverjir gætu hafa verið þarna að verki, en mögulegt sé að um misskilning hafi verið að ræða. Kannski hafi einhver verið þarna á ferð sem áttaði sig ekki á að þetta væri búslóð einhvers sem væri að flytja, og einfaldlega haldið að þetta væri ruslahaugur. Mjög ólíklegt sé að viðkomandi hafi verið á bíl þar sem hann hefði hiklaust tekið eftir því, segir Nói. "Það virðist vera orðið þannig að maður verði að vakta dótið sitt í flutningum. Við erum ekki lengur þetta heiðarlega samfélag. Ég hef staðið í flutningum sennilega tuttugu sinnum á ævinni og þetta er í fyrsta skipti sem svona kemur fyrir. Ég trúði því bara ekki að þetta gæti gerst," segir hann. Nói segist hafa talað við lögregluna og málið sé í rannsókn. "Ég er ekki með neina heimilistryggingu þannig að tjónið er bæði fjárhagslegt og tilfinningalegt. Bókahilluna hafði ég átt síðan ég var fimm ára og sófaborðið átti ég ekki einu sinni. Svo var allt myndasafnið mitt inni á tölvunni sem var tekin. Það er alveg rosalega leiðinlegt að lenda í svona." Hann segir fundarlaun í boði fyrir þann sem kemur hlutunum til hans aftur, enda sé þeirra sárt saknað. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á svæðinu um hádegi á laugardag eru beðnir um að hafa samband við lögregluna.
Innlent Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Fleiri fréttir Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Sjá meira