Tveir ölvaðir menn voru handteknir við Nýjung við Hafnargötu í Keflavík í gær eftir að hafa skemmt bíla og ráðist að fólki.
Mennirnir, sem eru pólskir, voru mjög ölvaðir að sögn lögreglu og hlýddu ekki fyrirmælum. Voru þeir fluttir í fangageymslur þar sem þeir voru látnir sofa úr sér svo hægt yrði að ræða við þá.
Hvorki fórnarlömb ofbeldisins né bíleigendurnir höfðu lagt fram kæru í gærkvöld.