Segir stúdentsprófið ekki ávísun á háskólavist 13. júlí 2006 07:30 Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með tillögur nefndarinnar þótt enginn sé óánægður. Skólastjóri Iðnskólans í Hafnarfirði er efins um að þær hafi mikil áhrif á starfsnám. MYND/úr safni. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum. Innlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra kynnti í gær niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms þar sem meðal annars komu fram tillögur að því að hefðbundin aðgreining starfsnáms og bóknáms í framhaldsskólum yrði afnumin og að skólum yrði veitt meira frelsi en áður til að bjóða margvíslegt nám til stúdentsprófs. Fulltrúar skóla og atvinnulífs eru misánægðir með niðurstöðuna. Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri, segir að verði hugmyndirnar að veruleika gæti komið til þess að stúdentspróf yrði ekki lengur ávísun á að komast inn í háskólanám. "Vissulega getur það orðið. Það virðist vera þannig að framhaldsskólarnir fái miklu meira svigrúm til að skipuleggja nám sitt og síðan munu háskólarnir bara meta það hvað af þessu námi er eftirsóknarvert fyrir þá að fá inn." Þorsteinn er þó jákvæður í garð tillagnanna. "Háskólanám þarf líka á starfsnámi að halda í sinni uppbyggingu, þannig að ég held að þetta geti farið vel saman." Jón Már Héðinsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, er ánægður með niðurstöðuna. "Ég er mjög ánægður með það að það eigi að veita skólunum meira frelsi og að það eigi að hafa kjarnann tiltölulega einfaldan og rúman eins og þarna er stungið upp á." Hann segir að afnám aðgreiningar starfsnáms og bóknáms sé ekkert nýtt, því það hafi lengi verið undir skólunum sjálfum komið hvort þeir viðurkenni verknám sem hluta stúdentsprófs. Í Menntaskólanum á Akureyri hafi til dæmis áður verið boðið upp á það að nemendur tækju hluta af sínu stúdentsprófi í verknámi við Verkmenntaskólann á Akureyri. Það er hvergi í þessum tillögum heldur minnst á það hversu langt námið á að vera og þess vegna er þarna verið að leysa úr þeim fjötrum sem umræðan um styttingu náms til stúdentsprófs er komin í." Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og formaður menntanefndar ASÍ, segir að loksins sé stigið skynsamlegt skref í átt að því að jafna stöðu starfsnáms og bóknáms. "Hingað til hafa aðgerðir stjórnvalda frekar miðast við að gera hlut starfsmenntunar lægri en hefur verið með því að leggja niður starfsbrautir og fleira í þeim dúr." Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, er efins um að tillögurnar hafi mikil áhrif á starfsnám. "Starfsnámið er og hefur alltaf verið hornreka og ég efast um að þetta breyti miklu þar um. Afnám aðgreiningarinnar er jákvæð í sjálfu sér en þetta er bara á pappírum enn sem komið er." Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, vildu ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar blaðamaður náði tali af þeim í gær. Hagsmunaráð framhaldsskólanema mun funda um málið í kvöld og hyggst taka afstöðu að fundinum loknum.
Innlent Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira