Vonast eftir friðsemd og ró 19. júlí 2006 07:00 Andrea Hólm ásamt fjölskyldu Nánasta fjölskylda eiginmanns Andreu býr á átakasvæðum í Líbanon. MYND/Stefán Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. Andrea og Hassan Jami eru stödd hér á landi í sumarfríi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur þeim ekki tekist að ná sambandi við nána fjölskyldumeðlimi eiginmanns Andreu. „Við höfum reynt að ná sambandi við fjölskylduna en án árangurs. Það hafa þó einhverjir fengið að leita skjóls í íbúðinni okkar, sem er í hverfi þar sem átök hafa ekki verið eins mikil og í öðrum hluta borgarinnar. Við vonum það besta en því miður erum við ekki viss um að farsæl lausn náist í þetta skiptið, þar sem ágreiningurinn er svo djúpstæður,“ segir Andrea. Mikil óvild hefur ávallt ríkt á milli Líbana og Ísraelsmanna en Andrea segir óvildina hafa stigmagnast með vaxandi styrk árása Ísraelshers á byggð í Líbanon. „Reiðin hjá íbúum í Líbanon í garð Ísraelsmanna hefur alltaf verið mikil en ég er hrædd um að ástandið núna verði ekki auðleyst. Vonandi grípur alþjóðasamfélagið inn í atburðina. Það er hrikalega erfitt að fylgjast með þessum hörmungum,“ segir Andrea en óvíst er hvenær þau hjónin komast til Líbanon ásamt börnum sínum fjórum. Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira
Andrea Hólm og maður hennar, Hassan Jami Chahla, hafa ekki enn náð sambandi við nánustu fjölskyldu hans sem býr í þeim hluta Beirútborgar þar sem árásir Ísraela hafa aukist dag frá degi að undanförnu. Andrea og Hassan Jami eru stödd hér á landi í sumarfríi, en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hefur þeim ekki tekist að ná sambandi við nána fjölskyldumeðlimi eiginmanns Andreu. „Við höfum reynt að ná sambandi við fjölskylduna en án árangurs. Það hafa þó einhverjir fengið að leita skjóls í íbúðinni okkar, sem er í hverfi þar sem átök hafa ekki verið eins mikil og í öðrum hluta borgarinnar. Við vonum það besta en því miður erum við ekki viss um að farsæl lausn náist í þetta skiptið, þar sem ágreiningurinn er svo djúpstæður,“ segir Andrea. Mikil óvild hefur ávallt ríkt á milli Líbana og Ísraelsmanna en Andrea segir óvildina hafa stigmagnast með vaxandi styrk árása Ísraelshers á byggð í Líbanon. „Reiðin hjá íbúum í Líbanon í garð Ísraelsmanna hefur alltaf verið mikil en ég er hrædd um að ástandið núna verði ekki auðleyst. Vonandi grípur alþjóðasamfélagið inn í atburðina. Það er hrikalega erfitt að fylgjast með þessum hörmungum,“ segir Andrea en óvíst er hvenær þau hjónin komast til Líbanon ásamt börnum sínum fjórum.
Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Sjá meira