Vegið að kókópuffs-kynslóðinni 19. júlí 2006 07:00 Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina. Innlent Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Skýrsla um leiðir til lækkunar matarverðs hefur verið mikið í umræðunni síðan nefnd forsætisráðherra skilaði henni af sér í síðustu viku. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Geir H. Haarde forsætisráðherra hafa lítið tjáð sig um skýrsluna en það breyttist eftir ríkisstjórnarfundinn í gær. Báðir ráðherrarnir ræddu efni skýrslunnar. Aðeins ein aðgerð hefur þó verið ákveðin enn sem komið er, ef marka má orð þeirra Geirs og Guðna í gær. Skattur á gos og sælgæti verður ekki lækkaður enda varla matvæli eins og Geir komst að orði. Finnst mörgum sem vegið sé að kókópuffs-kynslóðinni með þessari ákvörðun. Enda ekki óalgengt að sjá tveggja lítra kók í kippum í innkaupakörfum yngri kynslóðarinnar í landinu. Varstu ánægður með úrslitin? Fréttamenn spurðu Geir H. Haarde spjörunum úr eftir fundinn í gær. Mest var spurt um afnám tollaverndar á landbúnaðarvörur og annað þess háttar. Þó kom ein óvænt spurning í þann mund sem Geir var að kveðja samkomuna. „Geir, varstu ánægður með úrslitin?“ Eins og fótboltaáhugamenn vita sigruðu Skagamenn lið KR með þremur mörkum gegn tveimur á mánudaginn. Geir er mikill stuðningsmaður KR en ekki eru allir á heimili hans sömu skoðunar. Eiginkona hans Inga Jóna Þórðardóttir er nefnilega ættuð ofan af Skaga og á bróður sem heitir Guðjón Þórðarson. Ánægður með sigurmarkið Ekki stóð á svari frá forsætisráðherranum. „Það togast á hagsmunir þar eins og í landbúnaðarmálunum,“ sagði Geir um leikinn. „En ég er ánægður með það hver skoraði sigurmarkið.“ Þórður Guðjónsson, bróðursonur Ingu Jónu, skoraði gullfallegt mark undir lok leiksins sem tryggði hinum gulklæddu sigur í Vesturbænum. Þó að Geir hafi borið sig vel fyrir framan fréttamanninn má vel hugsa sér að hann þykist slappur og vilji helst halda sig í bænum ef Skagaættin býður í grillveislu um helgina.
Innlent Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda