Sveitarfélögin íhuga aðild sína að Strætó 21. júlí 2006 07:15 „Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson. Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
„Ég hef heyrt að sveitarstjórnarmenn séu að skoða að sveitarfélögin sjái sjálf um sinn innanbæjarakstur en reki stofnleiðirnar í sameiningu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. „Þá eru innanbæjarmálin okkar og við tökum þá sjálf ákvörðun um hvert þjónustustigið og gjaldið eigi að vera.“ Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingar, segir sparnaðaraðgerðir Strætó undanfarið tilkomnar vegna þess að nágrannasveitarfélögin hafi neitað að leiðrétta fjárframlög sín til fyrirtækisins, sem hafi hækkað vegna kjarasamninga. „Þegar launin hækkuðu á leikskólum borgarinnar á sínum tíma bættum við þeim það upp svo þjónustan myndi ekki skerðast,“ segir Dagur. Í yfirlýsingu frá Ásgeiri Eiríkssyni, framkvæmdastjóra Strætó bs., kemur fram að öll aðildarsveitarfélög hafi staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun. Birni Inga Hrafnssyni, borgarfulltrúa og oddvita Framsóknarflokksins, finnst ámælisvert að fyrrverandi fulltrúi borgarinnar í stjórn Strætó, Björk Vilhelmsdóttir, þáverandi borgarfulltrúi R-listans, hafi ekki gert borginni kunnugt um taprekstur Strætó bs. um leið og ljóst var í hvað stefndi. „Strætó tapaði rúmri milljón á dag og það hefur legið fyrir frá því í apríl. Strætó hefur því tapað rúmum áttatíu milljónum króna síðan. Því urðum við að taka óvinsælar ákvarðanir til að bregðast við taprekstrinum,“ segir Björn Ingi og vísar til sparnaðaraðgerða Strætó bs. Björn Ingi fagnar nýlegum ummælum Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra um að ríkið komi með einhverjum hætti að rekstri Strætó. „Ég fagna því að ríkisvaldið sé tilbúið að vinna með sveitarstjórnum að því að efla almenningssamgöngur,“ sagði Björn Ingi. Hvorki Björn Ingi né Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, útilokuðu að borgin kæmi með frekara fjármagn inn í reksturinn. „Eftir stjórnsýsluúttektina kemur í ljós hvort sveitarfélögin hafi staðið við sitt og um leið hvort Reykjavíkurborg þurfi að borga meira,“ sagði Gísli Marteinn Baldursson.
Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira