Vísaði kæru Ríkislögreglustjóra frá 21. júlí 2006 03:30 Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn. Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála vísaði í gær frá máli Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun, en kærð var bráðabirgðaákvörðun stofnunarinnar frá 8. maí. Með henni var Síminn hf. skyldaður til þess að flytja símanúmer í almennri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu til Atlassíma ehf. Að mati kærenda í málinu, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, varðaði ákvörðunin beina, sérstaka, verulega og lögvarða hagsmuni, þar sem það væri vandkvæðum bundið að staðsetja símtöl í netsímaþjónustu, og sá þáttur væri augljóslega mikilvægur fyrir starfsemi lögreglunnar. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá lögfræðistofunni Logos, sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra, undrast niðurstöðu nefndarinnar. Í úrskurðinum virðist sem nefndin ætli sér að fallast á okkar sjónarmið, þar sem hún tekur undir okkar málflutning að miklu leyti í úrskurði sínum, en vísar síðan málinu frá, sem er þvert á efnisleg rök nefndarinnar fyrir niðurstöðunni. Við höfum ekki ákveðið hver verða næstu skref af okkar hálfu í málinu. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart en segist skilja sjónarmið kærenda. Við skiljum vel sjónarmið Ríkislögreglustjóra og forsvarsmanna Neyðarlínunnar, um að mikilvægt sé að staðsetja síma, en það er ljóst að kærendur í þessu máli stíga inn í deilu tveggja félaga á markaði. Mikilvægast er að netsímaþjónustu verði gefið svigrúm til þess að fóta sig á markaði, neytendum til hagsbóta. Úrskurðarnefndinni, sem í sátu Ólafur Garðarsson lögmaður og jafnframt formaður nefndarinnar, Heimir Haraldsson endurskoðandi og Guðjón Kárason verkfræðingur, barst stjórnsýslukæra frá Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunni 6. júní síðastliðinn.
Innlent Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira