Dómsmálaráðherra undrast úrskurðinn 22. júlí 2006 07:00 Björn Bjarnason Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“ Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra undrast frávísun úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála, á stjórnsýslukæru Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær vísaði nefndin kærunni frá vegna aðildaskorts. „Það kemur mér á óvart, að ekki megi gera þær kröfur sem eru nauðsynlegar til að tryggja sem best öryggi borgaranna, þrátt fyrir að þeir nýti sér nýja símatækni. Neyðarlínan og Ríkislögreglustjóri fara ekki fram á þetta vegna sinna hagsmuna heldur allra þeirra, sem nýta sér hina nýju tækni og treysta vafalaust á, að hún veiti þeim sama öryggi og þeir áður nutu,“ segir Björn. Nefndin vísaði stjórnsýslukærunni frá vegna aðildaskorts, en upphaf málsins má rekja til deilumáls milli Símans hf. og Atlassíma ehf. sem varðaði ágreining um flutning á símanúmerum í hefðbundinni rásaskiptri talsímaþjónustu yfir í netsímaþjónustu. Póst- og fjarskiptastofnun skyldaði Símann hf. til þess verða við flutningi yfir í netsíma, ef þess yrði óskað. Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan hf. kærðu bráðabirgðaákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, á þeim forsendum að það „geti verið vandkvæðum bundið að staðsetja netsíma“, og því geti það heft almenn störf lögreglunnar og neyðarlínu. Arnar Þór Jónsson, lögmaður hjá Logos sem sótti málið fyrir hönd Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar, segir Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri, af þeim geti verið tekið mið þegar málum tengdum netsímum verði komið í traustari farveg. „Það á eftir að taka endanlega ákvörðun um þessi mál, þar sem stofnunin tók ákvörðun sem aðeins er til bráðabirgða. Nú hefur þessum mikilvægu sjónarmiðum Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., sem varða öryggi almennings, verið komið á framfæri og vonandi verður tekið tillit þess þegar ákvörðunin liggur fyrir.“ Sérstaklega var þess getið í úrskurði úrskurðanefndarinnar að hægt væri að fallast á sjónarmið Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar hf., en vegna aðildaskorts væri ekki hægt að fallast á það „að kærendur hafi verulega hagsmuni af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunnar í máli Símans hf. og Atlassíma ehf. sé ógilt.“
Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira