Yfir 400 aldraðir í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými 22. júlí 2006 08:00 Bætt úr brýnni þörf Meðal þess sem gert verður til að mæta kröfum nútímans í búsetumálum aldraðra er að breyta fjölbýli í einbýli. Á myndinni er heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. MYND/Vilhelm Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“ Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Kveðið er á um aukin framlög til byggingar og reksturs hjúkrunarheimila fyrir aldraða í samkomulagi ríkisstjórnarinnar og Landssambands eldri borgara frá því á miðvikudag. Þau 2.500 hjúkrunarrými sem nú eru á hjúkrunarheimilum og heilbrigðisstofnunum svara hvergi nærri þörfinni, enda yfir fjögur hundruð manns í brýnni þörf eftir hjúkrunarrými. Viðbótarframlögin nema alls 3.340 milljónum króna og renna peningarnir ýmist til framkvæmda eða reksturs. Fram til ársins 2010 renna samtals 1.600 milljónir til framkvæmda, bæði nýbygginga og breytinga. Af þeim peningum fara 1.300 milljónir í að greiða kostnaðarhlutdeild ríkisins við byggingu 130 rýma og þrjú hundruð milljónir renna til breytinga eldri rýma úr fjölbýli í einbýli. Framlögin nema átta hundruð milljónum króna árið 2008, sjö hundruð milljónum 2009 og hundrað milljónum árið 2010. Þá verður fé, sem fer úr Framkvæmdasjóði aldraðra til reksturs stofnanaþjónustu, fært til uppbyggingar öldrunarþjónustu. Með því eykst fjármagn til uppbyggingar um tvö hundruð milljónir á ári. Sú ráðstöfun fjármagnar hlut ríkisins af byggingarkostnaði 60-65 rýma á næstu fjórum árum. Kostnaði vegna fjölgunar hjúkrunarrýma og dagvista verður mætt með sérstöku rekstrarframlagi sem alls hljóðar upp á 1.740 milljónir króna. Samsvarar það kostnaði við rekstur um tvö hundruð rýma til viðbótar því sem nú er gert ráð fyrir í langtímaáætlun. Hjúkrunarheimilum verður gert að veita sjúkrahúsum meiri forgang við innlagnir en líkt og ítrekað hefur komið fram í fréttum liggja margir aldraðir á Landspítalanum þrátt fyrir að þurfa ekki lækningu heldur aðhlynningu á hjúkrunarheimili. Aðgerðirnar koma því spítalanum mjög til góða. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og eldri borgara segir að með þessum og öðrum aðgerðum sé áætlað að ná megi biðlistum í „ásættanlegt horf.“
Innlent Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira