Dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi 22. júlí 2006 06:45 Í héraðsdómi Saulius Prusinskas og Arvydas Maciulskis sýndu lítil svipbrigði þegar dómurinn var kveðinn upp. MYND/Hörður Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað. Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Tveir Litháar voru í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamínvökva sem dugað hefði til framleiðslu á 13,3 kílóum amfetamíns til götusölu. Annar Litháanna, Saulius Prusinskas, var handtekinn í Leifsstöð 4. febrúar með tvær vínflöskur í fórum sínum. Í ljós kom að efnið í flöskunum var ekki áfengi heldur amfetamínvökvi. Saulius sagðist halda sig vera að flytja áfengi á milli landa og að hann væri að gera það fyrir óþekktan mann í Litháen. Þetta viðurkenndi hann þó ekki fyrr en eftir nokkrar yfirheyrslur. Saulias viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa farið aðra sams konar ferð til Íslands með vínflöskur, og hefði sú ferð gengið áfallalaust fyrir sig. Arvydas Maciulskis, sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2000 og rekið fyrirtæki, var fyrst yfirheyrður 13. febrúar grunaður um að hafa átt að veita efninu viðtöku. Hann þvertók fyrir það og það var ekki fyrr en við fjórðu yfirheyrslu sem hann kannaðist við að eiga hlut að máli, en sagði þá að júgóslavneskur maður á Íslandi að nafni Radkó hefði fengið sig til verksins. Hann gat ekki gert frekari grein fyrir þeim manni. Í niðurstöðu dómsins segir að framburður mannanna beggja þess efnis að þeir hafi verið fengnir til verksins af öðrum aðilum sé afar ótrúverðugur og voru þeir því báðir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá handtökudögum. Ákveðið hefur verið að báðum dómum skuli áfrýjað.
Innlent Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira