Rekkjunautar skaða andlega getu karlmanna 22. júlí 2006 05:00 Ungt par sefur vært Ef kenning Gerhards Klösch og félaga stenst eru ungir menn frekar haldnir streitu eftir svefn við hlið kvenmanns. Konur þola hins vegar truflun vegna rekkjunauts mun betur. MYND/NordicPhotos/Getty Images Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn. Innlent Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira
Austurrískir vísindamenn halda því nú fram að karlmenn séu betur settir sofi þeir einir í rúmi. Svefninn verður órólegri ef þeir þurfa að deila rúmi, og það veldur því að andleg geta mannsins verður verri en ella daginn eftir. Konur eru á hinn bóginn betur í stakk búnar til að deila rúmi með öðrum. Gerhard Klösch, prófessor við Vínarháskóla, og félagar hans gerðu athugun á átta ógiftum og barnlausum pörum á þrítugsaldri. Hvert par var beðið um að gista tíu nætur saman og tíu nætur hvort á sínum staðnum. Vísindamennirnir rannsökuðu svefnmunstur paranna með spurningum og mælingum á hreyfingu þeirra. Daginn eftir tóku pörin einföld próf og magn þeirra hormóna sem valda streitu var mælt. Þó karlmennirnir segðu að þeim liði betur við hlið kvenmanns, komu prófin mun verr út hjá þeim og leiddu í ljós að svefn þeirra væri órólegur og rofinn. Bæði kynin sváfu verr þegar þau deildu rúmi, en konurnar sváfu hins vegar dýpri svefni þegar þær loksins sofnuðu og voru því endurnærðar þrátt fyrir styttri svefntíma. Streita þeirra jókst ekki í sama magni og hjá körlunum og andleg geta var betri. Þrátt fyrir það töldu þær sig sofa best einar í rúmi. Að deila rúmi hafði einnig áhrif á getu paranna til að muna drauma. Konur mundu mest eftir draumum eftir að hafa sofið einar, en karlar voru minnugri eftir kynlíf. Prófessor Klösch segir niðurstöðurnar ekki koma á óvart. Að sofa er eitt það eigingjarnasta sem manneskjur gera og það er nauðsynlegt fyrir líkamlega og andlega heilsu. Það er ekki skynsamlegt að deila rúmi með einhverjum sem hefur hátt og slæst við þig um sængina. Það er engin skömm að því að sofa hvort í sínu rúmi. En hins vegar getur það einnig truflað svefn að sakna makans sem maður hefur lengi deilt rúmi með, segir prófessorinn.
Innlent Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Fleiri fréttir Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Sjá meira