Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna 23. júlí 2006 07:15 Framkvæmdir við golfvöll í Skorradal Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriðastaða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. myndir/Sveinn Steindórsson „Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“ Innlent Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
„Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“
Innlent Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira