Er afskaplega mikill bóhem 24. júlí 2006 06:30 „Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík. Innlent Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira
„Efst á baugi er nýliðin helgi, við vorum að spila á föstudag og laugardag, það var afskaplega gaman. Ég var að spila á Players í Kópavogi og á Traffic í Keflavík í gær,“ segir Tómas Tómasson, bassaleikari Stuðmanna. „Við erum að spila núna alveg hverja helgi, fram til 26. ágúst, þá eru Stuðmenn komnir í frí og enginn veit hvað gerist.“ Spurður hvað hann ætli að gera í fríinu segist Tómas búast við því að fara til Grikklands. „Ég hef komið þangað áður en ég ætla að reyna að fara til Krítar núna“. „Ég er afskaplega mikill bóhem, sit á kaffihúsum og les blöð,“ segir Tómas þegar blaðamaður spyr hann hvað hann geri þegar hann fær frí frá tónleikahaldi. „Semja? Nei, nei, ég gaf mér það loforð fyrir tíu árum að ég ætlaði aldrei að gera sólóplötu,“ en Tómas hefur þó haslað sér völl sem rithöfundur þar sem hann gaf út bókina Sögur Tómasar frænda á síðasta ári. „Það er von á annarri, það verða miklu svæsnari sögur en áður. Hún seldist í þúsund eintökum þannig að ég ætla að verða miklu svæsnari í næstu bók og ná henni upp í 1.500 eintök.“ „Við erum svo skynsamir að gera aldrei of mikil plön, við hringjum bara í hvern annan þegar einhver góð hugmynd kemur upp,“ segir Stuðmaðurinn en hann spilaði inn á fyrstu plötu hljómsveitarinnar árið 1975. Í vetur ætlar Tómas að spila með Snillingunum, sem hann segir vera mjög skemmtilegan félagsskap. „Við erum bara að spila í einkasamkvæmum, það er draumur hvers poppara að spila í einkasamkvæmum, þetta er þægileg innivinna, það er vel borgað og skemmtilegt fólk,“ en Tómas hefur spilað með hljómsveitinni í um átta ár. Stuðmenn verða á þremur stöðum um verslunarmannahelgina; í Galtalæk, Vestmannaeyjum og Reykjavík.
Innlent Mest lesið Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Innlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Erlent „Þetta skilgreinir þorpið“ Innlent Fleiri fréttir Þórdís segir að það yrði stefnubreyting bjóði hún sig ekki fram til formanns Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Hrafnadís er afbökun og fær því nei Eyjólfur tekur fyrstu skóflustunguna að borgarlínu á morgun Margrét Gauja tekur við Lýðskólanum á Flateyri Síðasti dagur Dags í borgarráði í dag Flutti frænda sinn til landsins og faðirinn ákærður fyrir vanrækslu „Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ „Þetta skilgreinir þorpið“ Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Sjá meira