Meðferðarúrræði úr takt við tímann 24. júlí 2006 06:30 Elín Ebba Ásmundsdóttir Meðlimur Hugarafls. Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Elín Ebba Ásmundsdóttir hefur starfað við geðdeild Landspítalans í tæp 25 ár og gegnir nú stöðu forstöðuiðjuþjálfa við deildina. Elín er ósátt við stefnu spítalans í meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka og vill sjá breytingar. Elín er nú í námsleyfi og í tengslum við námið vann hún úr notendarannsókn meðal geðsjúkra þar sem kemur í ljós að engin ein leið er sú rétta í átt að bata og engin ein stétt sem ætti að hafa forræðið þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir geðsjúka. „Ég vil minnka umsvif geðdeildar LSH og færa þjónustuna sem mest í nærumhverfi fólks þar sem unnið er út frá styrkleikum og þátttöku í samfélaginu og því að gera fólk betur í stakk búið að komast aftur út í samfélagið. Það vinnst svo takmarkaður árangur með því að taka fólk út úr samfélaginu til að lækna það eins og gert er á geðdeild LSH.“ Elín lýsir ánægju með tilraunaverkefnið Ný leið fyrir unglinga í vanda sem hleypt var af stokkunum nú um helgina og vill sjá sams konar úrræði fyrir geðsjúka. Elín er enn fremur mjög ósátt við þá stéttaskiptingu sem er við lýði á geðdeild Landspítalans en þar spila læknar og hjúkrunarfræðingar stærsta hlutverkið. „Í nýju stjórnskipulagi var sú leið farin að setja hjúkrunarfræðing og lækni yfir flest svið á LSH og sú breyting gerð að nýskipaðir yfirmenn fengu aukin völd og bera þeir nú alfarið ábyrgð á fjárhag og starfsemi deildanna.“ Elín segist hafa litla trú á því stjórnarfyrirkomulagi sem ríki innan LSH og segir tilkomu hátæknisjúkrahúss engu bæta þar um. „Þrátt fyrir innihaldsfagra starfsmannastefnu spítalans er það staðreynd að starfsfólk hans er mismikils metið og hefur mismikil áhrif.“ Elín hefur háð launabaráttu við LSH og finnur sárlega til þess að sitja ekki við sama borð og aðrir hærra settir í valdapýramída spítalans. „Ég hef ekki sama bakland og yfirlæknar LSH, sem hafa töluvert hærri tekjur en ég og hafa þar af leiðandi efni á að ráða sér lögfræðing ef þeim finnst á sér brotið og fara með málið til Hæstaréttar.“ Elín segir að í seinni tíð sé það orðin lenska að starfsfólk LSH annað hvort yfirgefi spítalann eða fari í mál því lítið rúm sé fyrir skiptar skoðanir og lítið sé hlustað á raddir starfsfólks sem séu á skjön við ríkjandi fyrirkomulag. Elín segir að lokum mikilvægt að fólk láti í ljós skoðanir sínar á starfsemi LSH, ekki síst í ljósi þess að spítalinn sé í eigu allra landsmanna.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira