Verða feitari og óheilbrigðari 25. júlí 2006 07:30 Meiri fita Norðurlandabúar eru meira fyrir fitumeiri mat og sífellt fækkar þeim er borða fiskmeti eða ávexti og grænmeti. MYND/afp.nordicphotos Norðurlandabúar verða sífellt feitari og óheilbrigðari en samkvæmt nýlegri skýrslu er fimmta hvert barn of þungt og rúmlega fjörutíu prósent fullorðinna glíma við sama vandamál. Niðurstöður þessar koma fram í skýrslu sem Norræna ráðherranefndin lét gera og voru helstu niðurstöðurnar birtar nýlega. Eru þær svo sláandi að skýrsluhöfundar fullyrða að efnahag norrænu þjóðanna standi bein ógnun af, verði ekkert að gert. Fram kemur að yfir helmingur Norðurlandabúa stunda enga líkamsrækt og láta sér fátt um finnast hvað þeir láta ofan í sig. Hefur neysla fituríkrar matvöru aukist á kostnað fiskmetis, ávaxta og grænmetis og telja skýrsluhöfundar aðgerða þörf hið snarasta. Hefur ráðherranefndin þegar komið á laggirnar nýrri framkvæmdaáætlun með það að markmiði að sporna gegn þessari þróun. Íslendingar eru engir eftirbátar annarra norrænna þjóða þegar kemur að óheilbrigði. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, forstjóra Lýðheilsustöðvar, sýna rannsóknir hér að rúm fjörutíu prósent kvenna og tæp sextíu prósent karla á aldrinum átján til áttatíu ára telja sig yfir kjörþyngd. Þetta er byggt á svörum fólks og gefur kannski ekki hárrétta mynd en ég get tekið undir þær áhyggjur að ef fram heldur sem horfir mun óheilbrigði hérlendis hafa áhrif á efnahag landsins. Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Norðurlandabúar verða sífellt feitari og óheilbrigðari en samkvæmt nýlegri skýrslu er fimmta hvert barn of þungt og rúmlega fjörutíu prósent fullorðinna glíma við sama vandamál. Niðurstöður þessar koma fram í skýrslu sem Norræna ráðherranefndin lét gera og voru helstu niðurstöðurnar birtar nýlega. Eru þær svo sláandi að skýrsluhöfundar fullyrða að efnahag norrænu þjóðanna standi bein ógnun af, verði ekkert að gert. Fram kemur að yfir helmingur Norðurlandabúa stunda enga líkamsrækt og láta sér fátt um finnast hvað þeir láta ofan í sig. Hefur neysla fituríkrar matvöru aukist á kostnað fiskmetis, ávaxta og grænmetis og telja skýrsluhöfundar aðgerða þörf hið snarasta. Hefur ráðherranefndin þegar komið á laggirnar nýrri framkvæmdaáætlun með það að markmiði að sporna gegn þessari þróun. Íslendingar eru engir eftirbátar annarra norrænna þjóða þegar kemur að óheilbrigði. Að sögn Önnu Elísabetar Ólafsdóttur, forstjóra Lýðheilsustöðvar, sýna rannsóknir hér að rúm fjörutíu prósent kvenna og tæp sextíu prósent karla á aldrinum átján til áttatíu ára telja sig yfir kjörþyngd. Þetta er byggt á svörum fólks og gefur kannski ekki hárrétta mynd en ég get tekið undir þær áhyggjur að ef fram heldur sem horfir mun óheilbrigði hérlendis hafa áhrif á efnahag landsins.
Innlent Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira