Guðjón segir lögbrot hafa verið nauðsyn 25. júlí 2006 07:30 Guðjón Hjörleifsson Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, viðurkennir að lög hafi verið brotin þegar hann og Þorsteinn Sverrisson létu bóka það að stofnfé Eignarhaldsfélags Vestmannaeyja væri að fullu greitt þegar svo var í raun ekki. Hann segir þó að slíkt sé algengt og að í þessu tilviki hafi þeim þótt það nauðsynlegt til að af kaupum á Íslenskum matvælum hefði getað orðið. Guðjón segir hann og Þorstein Sverrisson, framkvæmdastjóra félagsins, hafa verið stadda í Reykjavík til að stofna Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. Ætlunin hafi verið að stofnendurnir yrðu annars vegar Ísfélag Vestmannaeyja og hins vegar Þróunarfélag Vestmannaeyja. Í ljós hafi komið að Þróunarfélagið, þar sem það er alfarið í eigu bæjarins, gæti ekki verið stofnandi hlutafélags heldur einungis hluthafi. Guðjón og Þorsteinn hafi því ákveðið, í ljósi þess að kaup Eignarhaldsfélagsins á Íslenskum matvælum áttu að fara fram daginn eftir, að nota sínar kennitölur í stað Þróunarfélagsins til að stofna fyrirtækið. Aldrei hafi staðið til að þeir greiddu stofnfé, heldur einungis að kennitölur þeirra yrðu nýttar. Þróunarfélagið fékk síðan mat á útlögðum kostnaði og vinnu við undirbúning að stofnun Eignarhaldsfélagsins upp á þrjár milljónir og eignaðist þannig 1,2 prósent í því. Mistökin hefðu verið þau að bóka ekki strax að það jafngilti yfirtöku Þróunarfélagsins á hlut þeirra Guðjóns og Þorsteins. „Þetta var í raun bara málamiðlunargjörningur á meðan við biðum eftir þessu mati á vinnu Þróunarfélagsins,“ segir Guðjón. Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær sagði Bergur Elías Ágústsson, fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélagsins, af sér á dögunum vegna lögbrotsins. Í greinargerð sem hann sendi frá sér eru harðar ásakanir í garð Guðjóns, þáverandi bæjarstjóra, vegna þess að kaupin á Íslenskum matvælum hafi nánast rekið Eignarhaldsfélagið í þrot. Hæstarréttarlögmenn sem Fréttablaðið ræddi við sagði það skýlaust brot á hlutafélagalögum að tilkynna það að allt stofnfé hafi verið greitt þegar svo væri ekki, og gæti falið í sér refsiábyrgð, bæði frá hendi þeirra sem standi að rangri tilkynningu og þeirra endurskoðenda sem staðfesti rangfærsluna á stofnskjalinu. Í þessu tilviki var það endurskoðandi Deloitte og Touche í Eyjum og segir Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, að ákveðnar starfsreglur séu í gildi varðandi slík mál. Ef þær hafi verið brotnar sé það grafalvarlegt mál, en hann þekki umrætt mál ekki nógu vel til að tjá sig um það.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira