Fleiri banaslys í dreifbýli 25. júlí 2006 06:30 Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson. Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Um síðustu helgi létust tveir í banaslysum í umferðinni. Þetta er önnur helgin í júlí þar sem tveir láta lífið í aðskildum umferðarslysum í dreifbýli þar sem annar slasast á bifhjóli. „Banaslys á Íslandi eru náttúrlega bara svo ofboðslega fá og þar af leiðandi mjög erfitt að lesa einhverja þróun út úr þessum tölum. Slysin um helgina voru mjög skrítin og til dæmis ekki í alfaraleið,“ segir Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs hjá Umferðarstofu. Að ýmsu er hægt að komast þegar tölur eru teknar saman og sést greinilega að flest banaslys verða í dreifbýli. Birgir bendir á að í fyrra hafi um sjötíu prósent umferðarslysanna orðið í dreifbýli en í upphafi þessa árs hafi komið slysahrina í þéttbýlinu. „Eins og ég segi kemur eitt ár svona og annað hinsegin og mér finnst erfitt að sjá einhverja ákveðna dreifingu í þessu.“ Ef litið er á banaslysin sem hafa orðið á síðustu mánuðum vekur einnig athygli að þrír hafa látist í bifhjólaslysum. Enginn ökumaður bifhjóla lést aftur á móti árið 2005. Birgir segir að Umferðarstofa telji ekki að þörf sé á því að bregðast við þessari fjölgun bifhjólaslysa. „Við erum að vinna með Sniglunum í forvarnarverkefni, alveg eins og við gerðum í fyrra og þá dó enginn. Við erum auðvitað að reyna að koma inn í þetta með forvarnarstarf en samt gerast slysin.“ Birgir bendir á að ef litið er heildstætt fimm ár aftur í tímann hefur verið merkjanleg fækkun á slysum. „Við erum greinilega að gera eitthvað rétt þótt enn falli fólk í valinn.“ Birgir segir að banaslysin veki fólk til umhugsunar um umferðina og að skilaboðin séu alltaf þau sömu. „Auðvitað er dálítið klént að vera alltaf að segja það sama en það sem gildir er að fara varlega. Þessi þrjú klassísku atriði sem hafa áhrif í langflestum alvarlegum slysum, það eru beltin, ölvunin og hraðinn,“ segir Birgir Hákonarson.
Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira