Önnin kostar 236 þúsund 25. júlí 2006 07:15 Einungis lítill hópur nemenda við skólann er ósáttur við hækkanir skólagjalda. Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
Um tólf prósenta hækkun hefur orðið á skólagjöldum við Viðskiptaháskólann á Bifröst frá því í fyrra. Þessi hækkun nær til þeirra sem leggja stund á nám á grunnstigi skólans. Magnús Árni Magnússon, aðstoðarrektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, segir ástæður hækkunar skólagjalda tvíþættar. „Annars vegar að mæta kostnaðarhækkunum en hins vegar er þetta ákvörðun sem tekin var í kjölfar þróunarvinnu sem við lögðumst í síðastliðið vor.“ Magnús segir hækkun gjalda í grunnnámi vera umfram verðbólgu til að standa straum af kostnaði við að auka þjónustu við nemendur og gera námið einstaklingsmiðaðra. Í fréttum RÚV í gær kom fram að nemendur á Bifröst væru margir hverjir ósáttir við nýlega hækkun skólagjalda. Í framhaldi af þeim fréttaflutningi sendi Skólafélag Viðskiptaháskólans frá sér yfirlýsingu þess efnis að einungis lítill hópur nemenda sætti sig ekki við hækkanirnar. Þeir sem hyggjast stunda nám á grunnstigi á Bifröst næsta vetur þurfa nú að greiða 236 þúsund krónur fyrir önnina, eða 472 þúsund krónur fyrir allt skólaárið. Magnús segir það ákvörðun skólans að leggja áherslu á gæði námsins sem sé kostnaðarsamt en að sú hugmynd að hækka gjöldin nú hafi verið í fullu samræmi við fulltrúa nemenda. „Við miðum gæði námsins við einkarekna háskóla í Bandaríkjunum en þar eru skólagjöld mun hærri en hér.“ Magnús segir enga hækkun verða á meistaranámi við skólann umfram verðlagshækkanir en þar kostar tveggja ára nám 1,3 milljónir. Til samanburðar má geta þess að meistaranám við Háskólann í Reykjavík kostar á bilinu 250-300 þúsund krónur fyrir önnina sem samsvarar 1,2 milljónum króna að hámarki fyrir tveggja ára nám. Háskólinn í Reykjavík og Listaháskólinn hafa báðir hækkað skólagjöld sín á milli ára en Háskóli Íslands hefur ekki hækkað skólagjöld sín sem eru 45 þúsund krónur fyrir næsta skólaár. Við almenna mennta- og fjölbrautaskóla landsins sem heyra undir menntamálaráðuneytið eru innheimt innritunargjöld en þau eru 8.500 krónur líkt og í fyrra. Í iðnskólum og á sérstökum verknámsbrautum á menntaskólastigi er heimilt að innheimta efnisgjöld sem geta að hámarki orðið 25 þúsund krónur.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira