Fer til Häcken til að fá að spila 5. ágúst 2006 11:00 Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu. Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Häcken. Ari er nítján ára gamall og hefur leikið frábærlega með Valsmönnum í Landsbankadeildinni í sumar. "Þetta gerðist alveg ótrúlega fljótt, nú er það bara frágengið að ég mun fara út á miðvikudaginn og gangast undir læknisskoðun," sagði Ari sem er alveg pottþéttur á því að hann muni fljúga í gegnum þá skoðun. Häcken kaupir Ara frá Val en félögin tvö komust að samkomulagi á fimmtudag. Hann er mjög þakklátur fyrir þau tækifæri sem hann hefur fengið hjá Val en hann hefur leikið ellefu af tólf leikjum liðsins og skorað eitt mark, með stórglæsilegu skoti gegn FH. "Þetta hefur verið ótrúlega gaman í sumar og ég ætlaði mér að klára tímabilið með Val. En þeir hjá Häcken vildu svo ólmir fá mig að það var eiginlega ekki möguleiki á að bíða," sagði Ari. Hann fór til Heerenveen í Hollandi 2003 en kom aftur í Val í fyrra. "Stefnan var alltaf að komast aftur út og ég hef verið að undirbúa mig undir það síðan ég kom aftur heim. Ég er því mjög sáttur við að komast aftur út og fara að spila fótbolta sem atvinnumaður," sagði Ari Freyr sem unnið hefur við hellulaggnir í sumar. Ari Freyr ætlar sér að vera í atvinnumennskunni á næstu árum og er mjög spenntur fyrir því að fara til Häcken. "Ég veit að félagið er þekkt fyrir góða unglingastarfsemi í Svíþjóð. Svo er liðið með nokkra þekkta leikmenn eins og danska brjálæðinginn Stig Töfting og svo er þarna einnig varnarmaðurinn Teddy Lucic sem var í sænska landsliðshópnum. Þar á milli eru nokkrir ungir og skemmtilegir leikmenn." Íslenskir leikmenn hafa vakið mikla athygli í Svíþjóð. "Ég vildi frekar fara í lið sem væri líklegt til að gefa mér tækifæri í stað þess að fara í stærra lið þar sem ég yrði kannski mikið utan liðsins. Maður er að fara í þetta til að fá spila," sagði Ari en vonandi getur hann hjálpað Häcken sem er í mikilli fallbaráttu.
Íþróttir Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump sást svindla á golfvellinum Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Sjá meira