Kaupendur í betri stöðu en seljendur 8. ágúst 2006 08:00 Mynd/Stefán Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan." Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fólk þrýsti í mörgum tilvikum á fasteignasölur að setja hærra verð á íbúðir sínar og hús en sölurnar mátu að væri það rétta. Það gengur ekki lengur. Íbúðirnar seljast illa séu þær verðlagðar um of, segir Ingólfur Gissurarson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri Valhallar. „Síðastliðið ár einkenndist af þessum þrýstingi þó að þetta eigi að sjálfsögðu ekki við um alla," segir Ingólfur. „Það er alveg sama hver staðsetningin er því ef verðið er vitlaust miðað við aldur hússins og ástand þess að utan og innan selst það ekki." Ingólfur segir ofurverðið hafa gengið í fyrra og hitteðfyrra. Seljendur hafi staðið með pálmann í höndunum: „En á þessu ári hefur það engan veginn verið þannig. Markaðurinn er kaupendum í hag núna." Hann segir kaupendur því freistast til þess að bjóða langt undir ásettu verði en hins vegar sé reynsla hans að seljendur sætti sig ekki við það. Kauptilboðum upp á sautján milljónir í tuttugu milljóna eign sé ekki svarað: „Fólk setur þá frekar íbúðirnar sínar í leigu." Ingólfur segir að svo geti vel verið að einn og einn selji íbúðina á miklu undirverði og séu örvæntingarfullir. „En það er alger undantekning og fáheyrt." Í nýjustu tölum Fasteignamats ríkins má sjá að fasteignasala hefur dregist saman um 41 prósent á fjölbýlum milli júlímánuða í ár og í fyrra og nítján prósent á sérbýlum. Verðið á fermetrann í fjölbýli hækkaði hins vegar á sama tíma um átta prósent, úr 196 þúsundum að meðaltali í 213 þúsund. Milli júní- og júlímánuða á þessu ári varð fimmtungs samdráttur í sölu og fjórðungs milli maí og júní. Þrátt fyrir sölusamdráttinn hefur verð á fermetra í fjölbýli ekki lækkað á árinu, var 206 þúsund krónur í janúar. Ingólfur metur að fasteignaverð lækki ekki um meira en um hámark þrjú til fimm prósent að jafnaði, verðið lækki á sumum svæðum en gæti hækkað á öðrum. „Nú verður ákveðin leiðrétting á ásettu verði. Samkeppnin á fasteignamarkaðinum hefur verið gríðarlega hörð. Fólk hefur fengið fleiri en tvo og þrjá fasteignasala til að meta eignina og þeir óreyndu eða óvönduðu hafa metið eignina til sín svo að þeir fái söluna," segir hann. Fasteignamarkaðurinn sé í ágætis jafnvægi þó að menn séu varkárari en áður: „Fleiri tilboð hafa komið inn á okkar borð þessa vikuna en allan mánuðinn á undan."
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira