Yfir hundrað fíkniefnamál 8. ágúst 2006 06:30 LÖGREGLUHUNDURINN NERO Fíkniefnaleitarhundar stóðu vaktina ásamt lögreglu um helgina. MYND/Hrönn Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Um 111 fíkniefnamál komu upp á landinu um helgina. Að sögn Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá Ríkislögreglustjóra, má búast við að talan hækki næstu daga, þar sem um bráðabirgðatölur er að ræða. Fleiri mál eru að koma inn á borð lögreglunnar, sum mál eru enn í vinnslu og koma seinna inn, en þetta er mesti fjöldi fíkniefnamála sem komið hefur upp síðustu ár um þessa helgi, segir Guðmundur. Hann telur ástæðu fjölgunarinnar vera strangt eftirlit nú um helgina. Öflugt fíkniefnaeftirlit var um helgina á vegum Ríkislögreglustjóra. Sveit þrettán sérþjálfaðra fíkniefnalögreglumanna af höfuðborgarsvæðinu og tollvarða frá Tollstjóranum í Reykjavík og Sýslumanninum á Keflavíkurflugvelli, með fjóra leitarhunda, heimsótti helstu útiviðburði helgarinnar og var lögregluembættunum á stöðunum innan handar. Flest fíkniefnamálin komu upp í umdæmi Akureyrarlögreglunnar, um sextíu talsins. Að sögn Hermanns Karlssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Akureyri, var um svokölluð neyslumál að ræða í flestum tilvikum. Þrjú tilfellanna tengjast sölu og var lagt hald á töluvert magn fíkniefna í þeim tilvikum. Næstflest fíkniefnamálin komu upp í Vestmannaeyjum en þau voru töluvert færri en á Akureyri, fjórtán talsins. Í tveimur tilvikum fundust fíkniefni innvortis þar sem viðkomandi reyndi að smygla fíkniefnum til eigin neyslu inn á Þjóðhátíðarsvæðið. Guðmundur segir umfjöllun fjölmiðla um öflugt fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina hafa orðið til þess að fæla fólk frá því að reyna að koma með fíkniefni til að mynda á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.
Innlent Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira