Leikskólakennarar fást enn ekki til starfa á leikskólum 10. ágúst 2006 08:00 LEIKSKÓLASTARF. Erfitt getur reynst að taka við börnum af biðlista í haust ef ekki tekst að fullmanna leikskólana. MYND/vilhelm Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði. Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Búast má við að ráða þurfi ófaglært starfsfólk í stað leikskólakennara í haust, að sögn Bjargar Bjarnadóttur, formanns Félags leikskólakennara. Björg segir sögur um manneklu á leikskólum hljóma kunnuglega og telur líklegt að allir leikskólakennarar séu þegar búnir að ráða sig. Guðný Hjálmarsdóttir, leikskólastjóri á Maríuborg í Grafarholti, segir að nú vanti leikskólann þrjá leikskólakennara og aðstoð í eldhús. „Ég er búin að auglýsa tvisvar eftir leikskólakennurum í Fréttablaðinu án þess að fá viðbrögð.“ María segir þetta óvanalegt því yfirleitt komi fyrirspurnir um störf í kjölfar auglýsinga. „Það hefur verið regla hjá mér að ráða ekki yngra starfsfólk en 22 ára en nú gæti farið svo að ég þurfi að gera undantekningu á þeirri reglu vegna manneklu.“ Guðný gerir sér ekki miklar vonir um að fá menntaða leikskólakennara í þær stöður sem enn eru ómannaðar. „Það er alveg ljóst að ef ekki tekst að manna þessar stöður verður erfitt að taka við þeim börnum sem búið var að lofa plássi í haust.“ Guðný segir léleg laun á leikskólum eina helstu ástæðu þess að svo illa gangi að manna stöðurnar. Vel gengur að manna stöður við leikskólann Kiðagil á Akureyri, að sögn Snjólaugar Brjánsdóttur leikskólastjóra. Hún segir að þeir leikskólakennarar sem menntaðir séu við Háskólann á Akureyri skili sér vel í leikskólana á Akureyri. Betur hefur gengið að ráða í stöður grunnskólakennara nú en oft áður, að sögn Þorsteins Hjartarsonar, skólastjóri Fellaskóla, en aðeins á eftir að manna stöðu heimilisfræðikennara við skólann. Árdís Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri í Borgaskóla í Grafarvogi, segir að ennþá séu einhverjir lausir endar varðandi ráðningar en vonast til að á næstu dögum náist að fullmanna skólann. Staðan er sömuleiðis góð við grunnskólann í Hveragerði. Þar vantar danskennara og þroskaþjálfa en ráðið var í aðrar stöður fyrr í sumar, að sögn Páls Leós Jónssonar, aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Hveragerði.
Innlent Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira