Seldu nær allan lax úr landi 11. ágúst 2006 07:15 Veitingamenn þurfa að flytja inn lax Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Að sögn Rúnars Gíslasonar, eiganda Furðufiska, er ástandið afar erfitt á markaðnum hérlendis. „Við vorum að taka um tonn á viku af laxi. Nú er aðeins einn framleiðandi sem á einhvern lax eftir og hann skammtar okkur um hundrað kíló á viku,“ segir Rúnar. Að sögn Rúnars munaði á tímabili um helmingi á heimsmarkaðsverði og verðinu á markaðnum hér og því var nær allur laxinn seldur úr landi. „Vegna laxaskortsins hérlendis kaupum við nú lax á heimsmarkaðsverði frá Noregi en kostnaðurinn við að flytja hann hingað er gífurlegur,“ segir Rúnar. „Þessi flutningskostnaður leggst svo ofan á verðið til viðskiptavina okkar og því hefur salan dregist aðeins saman hjá okkur. Okkur stóð einfaldlega ekki íslenski laxinn til boða.“ Rúnar segir menn í matvælaiðnaðinum uggandi yfir ástandinu vegna jólanna. „Menn eru orðnir ansi hræddir fyrir jólavertíðina, fyrirtækin sem reykja og grafa lax fyrir hátíðirnar eru farnar að birgja sig upp af frosnum lax frá Chile til að anna eftirspurn í desembermánuði.“ Að sögn framkvæmdarstjóra laxeldisstöðvarinnar Rifós getur tekið rúmlega tvö ár að auka framleiðslu á eldislaxi. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Helstu laxeldi landsins eru uppiskroppa með lax. Ástæðan er að aukin eftirspurn eftir eldislaxi á heimsvísu og hækkandi heimsmarkaðsverð hefur leitt til þess að nær allur íslenskur lax hefur verið seldur úr landi. Að sögn Rúnars Gíslasonar, eiganda Furðufiska, er ástandið afar erfitt á markaðnum hérlendis. „Við vorum að taka um tonn á viku af laxi. Nú er aðeins einn framleiðandi sem á einhvern lax eftir og hann skammtar okkur um hundrað kíló á viku,“ segir Rúnar. Að sögn Rúnars munaði á tímabili um helmingi á heimsmarkaðsverði og verðinu á markaðnum hér og því var nær allur laxinn seldur úr landi. „Vegna laxaskortsins hérlendis kaupum við nú lax á heimsmarkaðsverði frá Noregi en kostnaðurinn við að flytja hann hingað er gífurlegur,“ segir Rúnar. „Þessi flutningskostnaður leggst svo ofan á verðið til viðskiptavina okkar og því hefur salan dregist aðeins saman hjá okkur. Okkur stóð einfaldlega ekki íslenski laxinn til boða.“ Rúnar segir menn í matvælaiðnaðinum uggandi yfir ástandinu vegna jólanna. „Menn eru orðnir ansi hræddir fyrir jólavertíðina, fyrirtækin sem reykja og grafa lax fyrir hátíðirnar eru farnar að birgja sig upp af frosnum lax frá Chile til að anna eftirspurn í desembermánuði.“ Að sögn framkvæmdarstjóra laxeldisstöðvarinnar Rifós getur tekið rúmlega tvö ár að auka framleiðslu á eldislaxi.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira