Sjálfsagt að skoða tillögur 11. ágúst 2006 07:00 Laxárvirkjun Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir aðstæður til orkuframleiðslu hér á landi sérstakar vegna smæðar samfélagsins og fjarlægðar frá öðrum löndum. Erfitt sé um virka samkeppni. „Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram. Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
„Það er sjálfsagt að taka til athugunar að gera orkugeirann gagnsærri," segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra um skýrslu OECD sem kynnt var í fyrradag. Þar kom fram að óvissa væri uppi um ávinning þjóðarbúsins af stóriðju og orkusölu vegna viðskiptaleyndar raforkusölusamninga. Þörf væri á alvarlegri umræðu um verulega annmarka þeirrar umgjarðar sem iðnaðinum sé búinn. „Þetta er þeirra viðhorf og alþekkt sjónarmið. Þetta hefur reyndar verið haft í huga í öllum samningum svo ég viti til," segir Jón. „Viðhorfið er sjálfsagt og ráðandi af hálfu íslenskra stjórnvalda en hins vegar eru frjálsir samningar þannig að það verður að taka tillit til óska mótaðila líka. Umræður um gagnsæi eða ekki eru þó stundum skrýtnar þar sem það hefur komið fram að ef menn skoða verð sem þeir sjá í ársskýrslum geta þeir alltaf fundið hvert það er." Varðandi tillögur um að opinberir aðilar eigi að draga sig út úr raforkuframleiðslu segir Jón mikla þróun hafa verið á því sviði á undanförnum árum. Ný lög hafi verið sett árið 2003 sem geri ráð fyrir því að hér sé byrjað að þróa markað á raforkusviðinu. „Það hefur verið unnið með þessum anda í árabil og er gert enn. Hins vegar eru augljóslega sérstakar aðstæður hér því Ísland er ekki stærra samfélag en það er og það langt frá öðrum löndum að það er vægast sagt erfitt um virka samkeppni." Meðal annarra athugasemda í skýrslu OECD voru að æskilegt sé að fresta nýjum stóriðjuframkvæmdum þangað til jafnvægi náist í þjóðarbúskapnum. Þá verði að mæta þensluáhrifum skattalækkana með viðbótaniðurskurði útgjalda þar til fram komi skýr merki um minnkandi þenslu. Auk þess þurfi stjórn peningamála að vera skýr áfram.
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira