Rektor segir löngu tímabært að lengja kennaranám 14. ágúst 2006 07:45 ólafur proppé Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“ Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, segir löngu tímabært að lengja nám grunn- og leikskólakennara til samræmis við það sem gengur og gerist í Evrópu. Þar er lengd kennaranáms grunnskólakennara fjögur til fimm ár í stað þriggja hér. „Umræðan um lengingu kennaranáms er ekki ný af nálinni og árið 1988 voru samþykkt lög á Alþingi um lengingu námsins. Í kjölfarið var hafinn undirbúningur að nýrri kennsluskrá en nokkrum árum síðar var lenging námsins numin úr lögum.“ Ólafur segir ljóst að staða og virðing kennara haldist í hendur við menntun þeirra. Ólafur er ánægður með nýútkomna skýrslu OECD og segir hana draga fram mikilvægi menntamála. „Með skýrslunni er verið að hvetja okkur til að gera enn betur og hún styður ekki aðeins mikilvægi háskólamenntunar heldur einnig annarra skólastiga. Við sem vinnum að menntamálum vitum að það er ekki aðalatriðið að fjölga kennurum heldur að auka gæði þeirra.“ En í kjölfar útkomu skýrslunnar benti menntamálaráðuneytið á að fjöldi nemenda á hvern kennara hafi lækkað frá árinu 1998. Frá haustinu 2007 verður boðið upp á fimm ára kennaranám til meistaragráðu við KHÍ og í könnun sem gerð var meðal nemenda töldu sextíu prósent þeirra líklegt eða mjög líklegt að þeir myndu halda áfram í meistaranám. Ólafur segir að í kjölfar lengingar kennaranáms í Finnlandi hafi árangur nemenda batnað og sýna samanburðarrannsóknir nú að árangur þeirra í ýmsum námsgreinum, eins og stærðfræði og náttúrufræði, er framúrskarandi. Árangur íslenskra nemenda hefur hins vegar verið í meðallagi. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, telur líklegt að lenging náms grunnskólakennara skili sér í hærri launum. Þessu til stuðnings nefnir hann menntun og launakjör menntaskólakennara, sem hafa lengra nám að baki og hærri laun en grunnskólakennarar. Eiríkur segir einsetningu skólanna skýringu þess að nemendum á hvern kennara fækkaði á árabilinu 1998 til 2005. „Fyrir þann tíma kenndi sami kennarinn jafnvel tveimur bekkjardeildum, sem þýddi að hver kennari skilaði meiri kennslu en nú og því reiknuðust fleiri nemendur á hvern kennara.“
Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira