Ráðherra segir stefna í sameiningu háskóla 14. ágúst 2006 08:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði." Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
Menntamálaráðherra segir allt stefna í að Kennaraháskóli Íslands og Háskóli Íslands sameinist. Rektor Kennaraháskólans segir að sameiningin verði hugsanlega 1. júlí 2008. Fundur vegna sameiningarinnar verður haldinn í menntamálaráðuneytinu í dag. Engin ákvörðun hefur verið tekin en skýrsla á vegum ráðuneytisins var unnin í byrjun sumars. Bæði Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands, litu þar jákvæðum augum á sameiningu skólanna. "Það stefnir allt í það að þessi sameining verði á meðan tónninn er svona jákvæður úr báðum háskólum. Við sjáum fram á að þetta verði til þess að styðja háskólakerfið," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra. "Þetta er mjög viðamikið verkefni, tveir stórir og öflugir háskólar. Þetta verður ekkert gert í einum hvelli en við erum að stefna að þessu." Sameininguna bar fyrst á góma í skýrslu sem Páll Skúlason, þá rektor Háskóla Íslands, og Ólafur Proppé létu gera árið 2002 um mögulegar leiðir til að samhæfa betur kennslu og rannsóknir skólanna. Þar kom fram að sameining skólanna væri líklegri til að skila betri árangri þegar á heildina sé litið en samstarf þeirra. Ólafur segir tilganginn með sameiningu ekki vera að spara peninga heldur að efla þjónustu. "Sameining getur haft ýmis konar hagræðingu í för með sér og að áliti okkar þá er það möguleiki að nýta betur sérfræðiþekkingu í báðum skólunum. Við viljum bæta kennaramenntun og efla háskólastigið." Kristín Ingólfsdóttir segir hugmyndina að sameiningu ekki nýja sem slíka, hún hafi komið fram í skýrslunni sem gerð var árið 2002. "Skýrslan sem var unnin núna var aðallega til að draga fram kosti sameiningar og draga saman þá þætti sem þyrfti að huga sérstaklega að ef til sameiningar kæmi. Viðbrögð beggja skólanna við sameiningu voru jákvæð. Við teljum að þetta geti styrkt mjög kennaramenntun og rannsóknir á sviði uppeldis- og kennslufræði."
Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira