Tæplega 400 með lífshættulega offitu 14. ágúst 2006 07:30 offituaðgerð á landspítalanum Eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafa fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi. Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir. Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Þrjúhundruð og níutíu manns bíða eftir þjónustu næringarsviðs á Reykjalundi að sögn Hjördísar Jónsdóttur lækningaforstjóra. Nýr ráðningasamningur við heilbrigðisráðuneytið mun fela í sér aukið fjármagn til sviðsins og í kjölfarið má búast við að biðlistarnir styttist. Þeir 390 sem bíða teljast allir vera með lífshættulega offitu og hluti þess hóps hefur áhuga á að komast í offituaðgerð á Landspítalanum. Hjördís segir að eftir að byrjað var að gera offituaðgerðir á Landspítalanum fyrir tveimur árum hafi fleiri sótt um að komast að á Reykjalundi en forsenda þess að komast í aðgerðina er að léttast um ákveðin kílóafjölda. Meðalbiðtími á næringarsviði Reykjalundar eru 10 mánuðir. Þá bíða tæplega 300 manns eftir innlögn á gigtarsviðið á Reykjalundi en Hjördís telur að hluta þeirra sem bíða hafi leitað sér meðferðar annarsstaðar eins og til dæmis á Heilsuhælið í Hveragerði. Um 200 manns bíða eftir innlögn á verkjasviði en þar bíður fólk eftir að komast að í endurhæfingu eftir slys. Hjördís segir hluta þessa fólks óstarfhæft vegna verkja og að meðferð geti verið forsenda þess að það komist út á vinnumarkaðinn. Alls bíða 110 manns eftir að komast að á geðsviði Reykjalundar en þar kemur fólk gjarnan í kjölfar innlagnar á geðdeild LSH til að fá frekari stuðning. Hjördís segir beiðnir inn á hinar ýmsu deildir Reykjalundar í nokkru jafnvægi og að reynt sé að forgangsraða biðlistum hvers sviðs eftir þröfum. Hjördís segir mikilvægt að efla starfsemi sumra sviða á Reykjalundi og nefnir sem dæmi taugasvið en þar kemur fólk sem hlotið hefur taugaskaða í kjölfar sjúkdóma eða slysa. Þetta er hópur sem þarf að sinna betur en oft er hægt að bæta skaðann sem fólk hefur orðið fyrir með réttri endurhæfingu. Hjördís segir mikilvægt að Reykjalundur sé í góðum samskiptum við heilsugæslustöðvar um allt land og segir að hlutverk stofnunarinnar eigi meðal annars að felast í miðlun upplýsinga. Með þessu fyrirkomulagi er ekki nauðsynlegt að stækka Reykjalund heldur gegnir hann þá hlutverki sérfræðikjarna sem sé í góðum tengslum við aðrar heilbrigðisstofnanir.
Innlent Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira