Skólastofurnar eru opnar og kennslustundir mislangar 24. ágúst 2006 07:45 Í skólanum eru allar skólastofur opnar og kennslustundir mislangar. „Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira
„Við byrjuðum á heimsóknum til nemenda í fyrra, á fyrsta starfsári skólans, og þær hafa mælst vel fyrir,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastjóri Norðlingaskóla, um heimsóknir til nemenda í upphafi skólaárs. Sif segir að tveir starfsmenn skólans fari heim til hvers nemanda og að allir starfsmenn skólans séu þátttakendur í þessu verkefni. Í heimsóknunum er farið yfir áherslur vetrarins og spjallað við börnin á léttum nótum og segir Sif þetta mikilvægan lið í að viðhalda góðum samskiptum á milli heimilis og skóla. Norðlingaskóli er fámennasti skólinn í Reykjavík, með rúmlega hundrað nemendur, en búast má við að þeir verði 130 í lok vetrar. Hugmyndina að því að heimsækja nemendur fékk Sif í Hallormsstaðaskóla þar sem hún var skólastjóri en þar hefur þessi háttur verið hafður á í yfir tuttugu ár. Heimsóknir nemenda eru ekki eina nýjungin í skólastarfi Norðlingaskóla en þar eru allar kennslustofur opnar og kennslustundir mislangar en ekki fjörutíu mínútur eins og venjan er. „Hvert barn fer á sínum hraða í gegnum námið og áhersla er lögð á að þau einbeiti sér að því sem þau hafa áhuga á. Þrjá daga yfir veturinn eru svokallaðir foreldraskóladagar en þessa daga setjast foreldar á skólabekk og nemendurnir kenna þeim það sem þeir eru að læra.“ Sif segir mikla áherslu vera lagða á óformleg samskipti í skólastarfinu og foreldrar koma gjarnan að morgni dags í skólann til að spjalla við kennarana. Við skólasetningu Norðlingaskóla í gær sveif andi hins óhefðbundna skólastarfs yfir vötnunum en í tilefni setningarinnar voru grillaðar pylsur við skólann. Júlíus Vífill Ingvarsson, nýr formaður menntaráðs, var viðstaddur setninguna. Ein af þeim nýjungum sem Norðlingaskóli hyggst bjóða upp á er útikennslustofa neðar í hverfinu en mastersnemar í útikennslu munu koma frá Bergen og aðstoða við hönnun á svæðinu. Sif segir að í skólastarfinu sé lögð áhersla á tengsl við náttúruna og að fyrstu tvær vikur skólastarfsins muni fara fram meira og minna undir berum himni. Sif segir allar þessar nýjungar hafa mælst vel fyrir og að nemendur, foreldrar og kennarar séu ánægðir með starfshætti skólans.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Sjá meira