Sextíu hús í stað sex hundruð 25. ágúst 2006 05:30 Við Úlfljótsvatn Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðar við Úlfljótsvatn hefur hingað til kostað nokkra tugi milljóna króna. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, og Þorgils Óttars Mathiesen, framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Klasa, síðustu vikur. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er rætt um að draga úr fyrirhugaðri frístundabyggð við Úlfljótsvatn þannig að gert verði ráð fyrir lóðum undir fimmtíu til sextíu hús í stað sex hundruð sumarhúsa. Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðarinnar hefur þegar átt sér stað fyrir tugi milljóna króna. Ekki er ljóst hvað það kostar Orkuveituna að hætta við eða breyta samningum um byggðina og draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum en búast má við að upphæðin skýrist á næstunni. Landið við Úlfljótsvatn er í eigu Orkuveitunnar. Það er metið á hundrað og fimmtíu milljónir króna og var lagt inn í Frístundabyggð Úlfljótsvatni ehf., sem er sameiginlegt félag OR og Klasa. Klasi hefur lagt fram jafnháa upphæð. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skátahreyfingarinnar, segir að skátahreyfingin verði afskaplega ánægð ef dregið verður úr fyrirhugaðri byggð. Við erum ekki alfarið á móti einhverri byggð svo framarlega sem hún verður í sátt við náttúruna og landið. Okkur er líka annt um að fá frjálsan aðgang að óheftri náttúru í kringum okkur þannig að ekki verði mikið að okkur þrengt, segir hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir að hann hafi verið að vinna að þessu máli í margar vikur. Hann hefur áður sagt að hann telji það ekki í verkahring orkufyrirtækis að byggja frístundabyggð við Úlfljótsvatn. Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur stefnir að því að draga verulega úr sumarhúsabyggð á Úlfljótsvatni. Samningaviðræður hafa átt sér stað milli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, stjórnarformanns Orkuveitunnar, og Þorgils Óttars Mathiesen, framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Klasa, síðustu vikur. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Fréttablaðsins er rætt um að draga úr fyrirhugaðri frístundabyggð við Úlfljótsvatn þannig að gert verði ráð fyrir lóðum undir fimmtíu til sextíu hús í stað sex hundruð sumarhúsa. Undirbúningur að byggingu sumarhúsabyggðarinnar hefur þegar átt sér stað fyrir tugi milljóna króna. Ekki er ljóst hvað það kostar Orkuveituna að hætta við eða breyta samningum um byggðina og draga úr fyrirhuguðum framkvæmdum en búast má við að upphæðin skýrist á næstunni. Landið við Úlfljótsvatn er í eigu Orkuveitunnar. Það er metið á hundrað og fimmtíu milljónir króna og var lagt inn í Frístundabyggð Úlfljótsvatni ehf., sem er sameiginlegt félag OR og Klasa. Klasi hefur lagt fram jafnháa upphæð. Þorsteinn Fr. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Skátahreyfingarinnar, segir að skátahreyfingin verði afskaplega ánægð ef dregið verður úr fyrirhugaðri byggð. Við erum ekki alfarið á móti einhverri byggð svo framarlega sem hún verður í sátt við náttúruna og landið. Okkur er líka annt um að fá frjálsan aðgang að óheftri náttúru í kringum okkur þannig að ekki verði mikið að okkur þrengt, segir hann. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitunnar, staðfestir að hann hafi verið að vinna að þessu máli í margar vikur. Hann hefur áður sagt að hann telji það ekki í verkahring orkufyrirtækis að byggja frístundabyggð við Úlfljótsvatn.
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira