Frjálslyndir tapa miklu fylgi 27. ágúst 2006 08:15 Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar. Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira
Frjálslyndi flokkurinn missir mest fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkurinn, sem hlaut 7,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum, nýtur nú fylgis 2,1 prósents svarenda. Ekki hafa færri sagst myndu kjósa Frjálslynda flokkinn, væri boðað til þingkosninga nú, síðan í febrúar 2003, þegar fylgi flokksins mældist 1,8 prósent í könnun blaðsins. Í síðustu könnun Fréttablaðsins, sem gerð var 28. júní, sögðust 6,2 prósent myndu kjósa flokkinn sem er rúmlega fjórum prósentustigum meira en nú. Mest fylgi missir flokkurinn meðal íbúa á landsbyggðinni og kvenna. Fylgi meðal íbúa á landsbyggðinni er nú 6,1 prósentustigi minna en í síðustu könnun og segjast nú 1,6 prósent þeirra myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá er fylgi meðal kvenna 5,5 prósentustigum minnan nú en í síðustu könnun og segjast 0,5 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn. Ef þetta væru niðurstöður kosninga myndi flokkurinn einungis fá einn þingmann kjörinn. Fylgi Samfylkingar eykst nokkuð eftir að hafa dalað nokkuð samkvæmt könnunum Fréttablaðsins. 28,0 prósent svarenda segjast nú myndu kjósa flokkinn, en 24,2 prósent sögðust myndu kjósa flokkinn í síðustu könnun blaðsins. Samkvæmt þessu gæti flokkurinn fengið 18 þingmenn kjörna. Fylgi Samfylkingar er þó ekki komið í kjörfylgi, en flokkurinn hlaut 30,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Mest bætir flokkurinn við sig fylgi meðal karla, en 26,5 prósent karla segjast nú myndu kjósa Samfylkinguna í stað 19,7 prósenta í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig tæplega fimm prósentustigum á landsbyggðinni. Nú segjast 26,5 prósent íbúa utan höfuðborgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn í stað 21,6 prósenta áður. Vinstri grænir bæta einnig við sig fjórum prósentustigum frá síðustu könnun og segjast nú 18,8 prósent svarenda myndu kjósa flokkinn, en fylgi við Vinstri græn var 14,8 prósent í síðustu könnun. Samkvæmt þessu hefur flokkurinn rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum þegar 8,8 prósent kusu Vinstri græn. Samkvæmt þessari niðurstöðu gæti flokkurinn fengið 12 þingmenn kjörna. Mest bætir flokkurinn við sig meðal kvenna. Nú segist 24,1 prósent kvenna myndu kjósa Vinstri græn, en fylgi meðal kvenna var 12,4 prósent í könnun blaðsins í júní. Þá bætir flokkurinn einnig við sig 7,3 prósentustigum á höfuðborgarsvæðinu, en 22 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast nú myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 14,7 prósent í síðustu könnun. Þá missir flokkurinn örlítið fylgi meðal karla, en nú segjast 14,7 prósent karla myndu kjósa Vinstri græn, en í júní var hlutfallið 17,1 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur verið að bæta við sig fylgi síðan í nóvember á síðasta ári, dalar aðeins frá síðustu könnun. Nú segjast 39,8 prósent svarenda myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, sem er 2,7 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Ef þetta væru niðurstöður kosninga gæti Sjálfstæðisflokkurinn fengið 25 þingmenn kjörna. Mesta breyting á fylgi Sjálfstæðisflokksins er meðal kvenna sem dalar um tæp níu prósentustig frá síðustu könnun blaðsins. Nú segjast 34 prósent kvenna myndu kjósa flokkinn, en hlutfallið var 42,6 prósent í síðustu könnun. Því er aftur kominn nokkur kynjamunur á stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn sem mældist ekki í síðustu könnun, en 44,3 prósent karla segjast nú myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þá dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun og segjast nú 40,0 prósent íbúa á höfuðborgarsvæðinu myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Engin breyting er á fylgi Framsóknarflokks frá síðustu könnun, en í millitíðinni hélt Framsóknarflokkurinn flokksþing þar sem Jón Sigurðsson var kjörinn nýr formaður flokksins, Guðni Ágústsson var áfram kjörinn varaformaður og Sæunn Stefánsdóttir var kjörinn ritari. Þá hefur Framsóknarráðherrann Valgerður Sverrisdóttir verið sökuð um að stinga skýrslu um byggingu Kárahnjúkavirkjunar undir stól í fréttum að undanförnu. 10,7 prósent kjósenda segjast nú myndu kjósa flokkinn sem er 0,1 prósentustigi meira en í síðustu könnun og gæti flokkurinn samkvæmt því fengið sjö þingmenn kjörna. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir myndu samkvæmt þessu fá 50,5 prósent atkvæða og 32 þingmenn kjörna og núverandi meirihluti myndi því halda. Hringt var í 800 kjósendur laugardaginn 26. ágúst. Svarendur skiptust jafnt milli karla og kvenna og hlutfallslega milli kjördæma. 60,6 prósent tóku afstöðu til spurningarinnar.
Innlent Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Fleiri fréttir Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Sjá meira