Stokkhólmsslagurinn leystist upp 30. ágúst 2006 00:01 Áhorfendur hlupu margir inn á völlinn eins og þessi. Flauta varð leikinn af vegna þessa. fréttablaðið/scanpix Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Fimmtán þúsund manns mættu á Stokkhólmsslag Hammarby og Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld en flauta varð leikinn af á 55. mínútu þar sem áhorfendur skutu blysum og flugeldum inn á völlinn og réðust nokkrir þeirra inn á sjálfan völlinn og veittust að leikmönnum og dómurum. Á þeim tímapunkti voru þrír Íslendingar inni á vellinum; þeir Pétur Marteinsson og Gunnar Þór Gunnarsson leikmenn Hammarby og Sölvi Geir Ottesen leikmaður Djurgården. Félagi þess síðastnefnda, Kári Árnason, var á varamannabekk liðsins. "Þetta var ekta bæjarslagur sem hefur oft verið skrautlegur í gegnum árin," sagði Pétur við Fréttablaðið í gær. "Forsagan var sú að við höfðum verið á toppi deildarinnar lengi en tapað síðustu tveimur leikjum. Djurgården var ekki búið að standa sig eins vel á tímabilinu og búist hafði verið við og þeir ætluðu sér sjálfir. Það var því mikið í húfi í gær." Pétur segir því næst að hann hafi fundið í upphafi leiks að stemningin á leiknum hafi verið óvenju harkaleg. "Svo strax í fyrri hálfleik var annar aðstoðardómarinn grýttur niður, sem og einn öryggisvörður. Þetta gerðist fyrir framan stæði stuðningsmanna Djurgården. Við lendum svo 3-0 undir og það verður allt brjálað hjá okkar stuðningsmönnum. Þegar við svo komum út eftir hálfleikinn byrja menn að skjóta blysum og flugeldum bæði inn á völlinn sem og á þann hluta stúkunnar þar sem fjölskyldufólk er. Svo tekst einhverjum 15-20 manns að ryðjast inn á völlinn en aðrir voru stöðvaðir strax." Dómarar og leikmenn flúðu flestir völlinn umsvifalaust en Pétur var einn fárra sem urðu eftir og reyndu að róa mannskapinn. "Maður var ekkert að hugsa rökrétt. Það er vitanlega eðlilegt að flýja því maður veit aldrei hvað þessir kallar eru með innan á sér. Það fyrsta sem flaug mér í huga var að maður ætti að róa menn niður. Ég tók í einn náunga sem hafði sloppið í gegn og reyndi svo að ræða við áhorfendur. Það voru ansi margir sem róuðust en það er varla hægt að tjónka við verstu bullunum. Ég heyrði svo í dag að bæði ítalskar og þýskar fótboltabullur voru á vellinum þar sem þeim hafði verið boðið til "veislu" af sænsku bullunum. Þetta var því skipulagt í þaula og er þessum mönnum ekki bjargandi." Hann segir að fótboltabullur hafi lengi verið vandamál í sænskri knattspyrnu en þær haldi þó slagsmálunum að mestu leyti utan leikvanganna. "Það eru margar klíkur í gangi, okkar heitir til að mynda því frumlega nafni KGB. Oft ákveða klíkurnar að hittast einhvers staðar þar sem menn slást." Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem leikur er í uppnámi vegna þessa og fyrir tveimur árum var leikur flautaður af í 45 mínútur vegna óláta áhorfenda en þá var Pétur einnig inni á vellinum. Þá mættust Hammarby og AIK. Staðan í leiknum þegar hann var flautaður af í fyrradag var 3-0 og verða þau úrslit væntanlega látin standa. "Svo verður væntanlega ákveðið í vikunni hvort við þurfum að spila einhverja leiki án áhorfenda og hvort félagið verður sektað eða jafnvel dregið stig af því." Í gær sögðust forráðamenn Hammarby ætla að kæra þá sem réðust inn á völlinn og krefja þá um skaðabætur. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira