Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu 10. september 2006 07:30 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra.
Innlent Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Fleiri fréttir Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“