Flugmálastjórn gæti tekið við eftirlitinu 10. september 2006 07:30 Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segist ekki geta sagt til um hvað það myndi kosta stofnunina að taka yfir eftirlittið. Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra. Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Flugmálastjórn gæti séð um eftirlit með allri flugumferð í íslenskri lofthelgi, líka óþekktum flugvélum sem ekki senda frá sér merki. Við gætum haft eftirlit með allri flugumferð, jafnvel þeirri sem ekki gerir endilega vart við sig, segir Þorgeir Pálsson flugmálastjóri. Þorgeir segist ekkert geta sagt hvað það myndi kosta ef Flugmálastjórn tæki við en eftirlit Bandaríkjahers kostar rúman milljarð á ári. Við fylgjumst með umferð flugvéla sem senda frá sér auðkenni sitt með ratsjánni og eru vinveittar í þeim skilningi að þær vilja láta sjá sig. Þessar flugvélar fljúga eftir flugheimildum og vilja og verða að tryggja öryggi sitt með því að halda aðskilnaði frá annarri umferð, segir hann en vill ekki leggja mat á það hvort nauðsynlegt sé fyrir Íslendinga að halda eftirliti Varnarliðsins áfram. Það er hernaðarlegs eðlis og allt önnur sjónarmið sem koma upp en við flugumferðarstjórn. Herþota á Keflavíkurflugvelli Það hefur ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn þó að varnarliðið hafi ekki sinnt eftirliti með óþekktum flugvélum í íslenskri lofthelgi síðustu vikur. Varnarliðið hætti að fylgjast með merkjum frá ratsjárstöðvum fyrir nokkrum vikum og hefur það ekki haft nein áhrif á flugumferðarstjórn. Það skiptir máli að vita hvar þessar flugvélar eru til að geta eftir atvikum beint borgaralegri umferð frá henni ef um slíkt er að ræða. En mér vitanlega hefur ekki verið um slíka umferð að ræða á undanförnum árum, segir Þorgeir. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, telur nauðsynlegt að fylgjast með allri flugumferð við Ísland, svæðið sé stórt og flugumferðin ekkert einkamál einnar þjóðar. Þetta er hagsmunamál allra Nató-ríkjanna. Það er ólíklegt að eitthvað gerist en við þurfum að vera viðbúin. Við þurfum að vona það besta en búast við því versta, segir hann og telur eðlilegt að Nató komi að kostnaðinum og hvetur til þess að málið verði tekið upp í utanríkismálanefnd. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra Ratsjárstofnun gegnir mikilvægu hlutverki. Það skiptir máli fyrir Ísland hvað varðar borgaralegt flug, varnir og öryggi á norðurhöfum að starfsemin haldi áfram. Við erum í viðræðum við Bandaríkjamenn um varnir og viðskilnaðinn hér. Það er ekki komin niðurstaða í þær viðræður, segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkismálaráðherra.
Innlent Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira