Kæra rektor vegna skemmtanabanns 18. september 2006 06:00 Menntaskólinn við Sund. Rektor segist ekki hafa treyst sér til að hafa sjö unga menn á dansleik sem haldinn var við skólann. „Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra. Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
„Við teljum son okkar hafa verið beittan svo miklum órétti í þessu máli að við sjáum okkur ekki annað fært en að bregðast við,“ segir Viðar Garðarsson, sem nú er að undirbúa stjórnsýslukæru á hendur Más Vilhjálmssonar, rektors Menntaskólans við Sund. Ástæðu kærunnar segir Viðar vera þá að hann telji rektorinn hafa farið langt út fyrir valdsvið sitt þegar hann úrskurðaði nokkra pilta í skemmtanabann við skólann, þar sem hann taldi þá hafa átt aðild að átökum lögreglu og ungmenna í Skeifunni snemma í mánuðinum. Viðar segir son sinn ekki tengjast þessu máli á annan hátt en að hann er meðlimur á bloggsíðu þar sem skrifað var um atburðina. Þau skrif segir hann þó hafa verið undirrituð með fullu nafni höfundar og því telji hann undarlegt að þau séu látin bitna á öllum þeim sem tengjast síðunni. VIÐAR GARÐARSSON Telur son sinn hafa verið beittan órétti að hálfu rektors Menntaskólans við Sund og undirbýr stjórnsýslu kæru. „Það að banna ungmennum að taka þátt í félagslífi menntaskóla síns vegna atburða sem þau tengdust ekki neitt og hafa ekkert með skólann að gera þykir mér einkennilegt. Ég hef farið yfir málið ásamt lögfræðingi og við fáum ekki sé að ákvörðun rektors standist reglur nemendafélags, menntaskólans eða menntamálaráðuneytisins,“ segir Viðar. Hann kveðst hafa spurt rektorinn margoft í hverju hann teldi brot sonar síns vera fólgið og á hvaða reglum hann hefði byggt ákvörðun sína um skemmtanabann. Það eina sem hann hafi uppskorið var að væri hann ósáttur gæti hann kært málið eftir formlegum leiðum. Því segist Viðar ekki eiga annars úrkosta en að senda stjórnsýslukæru. Fleiri foreldrar sem haft var samband við vegna málsins töldu rektor ekki hafa gætt sanngirni og töldu afskipti hans af því sem nemendur hafa haft fyrir stafni í frítíma sínum óþörf. Már Vilhjálmsson, rektor Menntaskólans við Sund, segir ekki rétt að kalla aðgerðirnar bann. Hann telur eðlilegt að álitamál geti komið upp innan opinberra stofnana eins og menntaskóla og ekkert sé athugavert við að þau séu afgreidd eftir opinberum leiðum. „Það voru sjö einstaklingar við skólann sem ég treysti mér ekki til að hafa með á dansleik í skólanum,“ segir Már sem telur aðgerðirnar réttlætanlegar af sinni hálfu til að tryggja að öryggi annarra.
Innlent Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent