Actavis lætur Barr um Pliva 19. september 2006 09:00 Rannsóknasetur Pliva í Zagreb í Króatíu. Útlit er fyrir að Barr Pharmaceuticals hreppi Pliva í Króatíu, enda hefur Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í fyrirtækið. Mynd/Pliva Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira
Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Grunur um listeríu í vinsælum ostum Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Sjá meira