Actavis lætur Barr um Pliva 19. september 2006 09:00 Rannsóknasetur Pliva í Zagreb í Króatíu. Útlit er fyrir að Barr Pharmaceuticals hreppi Pliva í Króatíu, enda hefur Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í fyrirtækið. Mynd/Pliva Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira
Actavis hefur ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í króatíska lyfjafyrirtækið Pliva og því útlit fyrir að ameríska lyfjafyrirtækið Barr hreppi hnossið. Actavis á um fimmtungshlut í Pliva og getur selt upp í kostnað við yfirtökuferlið. Í kjölfar ákvörðunar Barr Pharmaceuticals um að hækka tilboð sitt til hluthafa Pliva í 820 kúnur á hlut, hefur stjórn Actavis ákveðið að hækka ekki tilboð sitt í félagið að svo stöddu. Stjórn Actavis telur að núverandi tilboð til hluthafa Pliva að upphæð 2,5 milljarðar Bandaríkjadala, eða 795 kúnur á hlut, endurspegli vel virði félagsins. Bein og óbein eignaraðild Actavis nemur 20,8 prósentum af heildarhlutafé í Pliva og fylgist félagið með framvindu söluferlisins og áskilur sér rétt til að ganga aftur inn í það, hlaupi snurða á þráðinn hjá Barr. „Við teljum að samruni Actavis og Pliva sé áhugaverður en í samræmi við stefnu okkar um að greiða ekki of hátt verð fyrir þau félög sem við kaupum, þá teljum við að erfitt sé að réttlæta hærra verð,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Actavis. „Við teljum að vaxtartækifæri félagsins liggi víða og munum við halda áfram að efla góða undirliggjandi starfsemi félagsins,“ segir hann og bætir við að Actavis hafi verið að skoða mörg minni félög, líkt og áður hafi verið gert. „Þar erum við með töluvert af tækifærum en verðum nú fyrst að láta þetta ferli klárast. Barr þarf að komast yfir 50 prósent til að klára kaupin og við fylgjumst með og metum okkar stöðu þar til ferlinu lýkur. Þarna gæti náttúrulega orðið opnun aftur áður en yfir lýkur.“ Tilboð Barr rennur út 11. október. Róbert segir nokkra möguleika í stöðunni varðandi eignarhlut Actavis í Pliva en ekki sé tímabært að taka um það ákvörðun strax. Hann segir þó ljóst að þótt selt yrði á tilboðsverði Barr, sem er töluvert yfir því verði sem hluturinn var keyptur á, næðist ekki að fullu upp í kostnað við tilboðsgerðina í Pliva. „Verkefninu hefur fylgt gríðarlegur kostnaður. Samkvæmt króatískum lögum höfum við þurft bankaábyrgð fyrir öllu kaupverðinu og því búnir að vera með inni bankaábyrgð fyrir 2,5 milljörðum bandaríkjadala. Síðan höfum við verið að kaupa bréf, auk þess sem mikill kostnaður fylgir áreiðanleikakönnunum í kringum kaupin. Þetta eru flóknustu fyrirtækjakaup sem okkar samstarfsbankar hafa farið út í undanfarin ár og kostnaðurinn ber keim af því. Ég geri því ekki ráð fyrir því að fara út með hagnaði ef ég sel á þessu gengi, 820 kúnum. En ef við seljum Barr, er fyrirtækið náttúrulega að bera stærstan hluta okkar kostnaðar með því að kaupa bréfin okkar,“ segir hann og telur mismuninn ásættanlegan kostnað miðað við umfang verkefnisins og tímann sem í það hefur farið.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Sjá meira