Útlit fyrir að lífeyrir öryrkja verði skertur 20. september 2006 07:30 Kristján Gunnarsson Formaður Starfsgreinasambandsins, Kristján Gunnarsson, telur líklegt að lífeyrissjóðirnir haldi sínu striki. Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær. Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira
Búist er við að í dag skýrist hvað verður um skerðingu fjórtán lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Skerðingin nemur allt að tugum þúsunda króna á manninn og skipta þeir nokkrum þúsundum sem verða fyrir henni. Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, sagði í gær að allt benti til þess að skerðingunni verði haldið til streitu þar sem framkvæmdinni verði ekki frestað lengur. Hann bjóst við að málið færi í framhaldinu fyrir dómstóla. „Málið hefur verið til skoðunar og langur aðdragandi verið að þessu þannig að við erum ekki að hrapa að neinu. Það hefur verið til skoðunar að reyna að mæta óskum Öryrkjabandalagsins eins og kostur er en það er því miður ekki hægt. Skerðingunni verður ekki frestað lengur eins og staðan er í dag,“ sagði hann. Kristján telur að Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fari með skerðinguna fyrir dómstóla og reki þá innheimtumál gagnvart lífeyrissjóðunum. „Öryrkjabandalagið hefur því miður haldið á þessu þannig gagnvart lífeyrissjóðunum. Það er því ekkert annað í farvatninu en málaferli,“ segir hann og vonar að ÖBÍ fái gjafsókn og flýtimeðferð. Kristján segir að lífeyrissjóðirnir séu knúnir til að fara þessa leið. „Þetta er ekki óskastaðan okkar. Við höfum fulla samúð með þessu fólki sem hefur ekki úr stóru fjármunum að spila og auðvitað er maður dapur yfir því að þurfa að hrifsa einhverja smáaura af fátæku fólki. Það er ömurleg staða.“ Kristján segir það gefa auga leið að ríkið verði að koma til móts við öryrkjana í gegnum Tryggingastofnun og bæta þeim þann tekjumissi sem þeir verða fyrir. Fjallað verður um skerðinguna í dag í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, miðstjórn ASÍ og á stjórnarfundi hjá Gildi, stærsta lífeyrissjóðnum. Vilhjálmur Egilsson, varaformaður Gildis, sagði í gær málið vera rætt frá öllum hliðum en engin niðurstaða lægi fyrir. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins, sagði mörg álitamál og margt flókið í málinu. „Menn eru að skoða þessi mál,“ sagði hann í gær.
Innlent Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Fleiri fréttir Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Sjá meira