Pólverjar fengu ekki laun og bjuggu í lélegum bát 22. september 2006 07:45 Við eldunaraðstöðuna Gregor Ceynowa og Bodgan Sawicki segja að vinnuveitendur sínir hafi ekki staðið við samkomulag um laun og húsnæði. Þeir bjuggu um borð í skipi í nokkra mánuði. Eldunarstöðunni komu Pólverjarnir upp en þeir sögðust ekki hafa haft sturtu. MYND/Heiða Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann. Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira
Tveir Pólverjar segja Íslendinga ekki hafa staðið í skilum með laun og svikið annað samkomulag við þá. Pólverjarnir segja Íslendingana skulda sér 400 þúsund krónur. Pólverjarnir voru látnir búa í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn ásamt kærustu annars þeirra og tveimur öðrum. Pólverjarnir komu til Íslands fyrir fjórum mánuðum og réðu sig í vinnu til Árna Björgvinssonar veitingamanns og Gunnars Leifs Stefánssonar vélstjóra við húsbyggingu á heimili annars þeirra og innréttingar á veitingastað um borð í skipinu Árnesi í Reykjavíkurhöfn sem er verið að stækka og innrétta sem veitingahús. Mennirnir bjuggu ásamt þremur öðrum í skipinu í nokkra mánuði. Í byrjun var engin eldunaraðstaða önnur en örbylgjuofn en Pólverjarnir komu upp vaski og eldunaraðstöðu. Í skipinu eru skipsklósett en engin sturta, aðeins handlaug með sturtuhaus. Mennirnir gistu í skipskáetum og einn bjó í matsal skipsins. Gregor Ceynowa og Bogdan Sawicki, félagi hans, eru óhressir með viðskipti sín við Íslendingana og telja þá svíkja sig um laun. Þeir hafi jafnvel verið rukkaðir um húsaleigu fyrir gistingu sína um borð í bátnum. Pólverjarnir segja að Árni hafi lofað þeim launum, húsnæði og flugmiðum og að sjá um alla pappírsvinnu gagnvart stjórnvöldum. Þegar þeir hafi krafist þess eftir þriggja vikna vinnu að hann fyndi þeim húsnæði hafi hann útvegað þetta. Árni sagði að Pólverjarnir hefðu ekki unnið fyrir sig. „Ég skulda engum neitt,“ sagði hann og bætti við að Pólverjarnir hefðu sofið í bíl í tvær vikur og ekki átt pening fyrir mat. „Ég reddaði því að þeir gætu sofið um borð í bátnum og myndu hjálpa Gunna fyrir gistinguna,“ sagði hann og kvaðst hafa rétt þeim 15 þúsund kall. „Mér fannst ekkert óeðlilegt að þeir myndu hjálpa Gunna tvo daga fyrir hvern mánuð, sem sagt sex daga hver. Þeir urðu brjálaðir. Svo sættist Gunni á að þeir myndu borga smávegis leigu og hann myndi borga þeim restina,“ sagði Árni og kvaðst hafa lýst því yfir við mennina að hann myndi ábyrgjast greiðsluna á þeim 150 þúsundum sem Gunni skuldaði. Gunnar sagði í gær að hann hefði verið beðinn um að leyfa mönnunum að gista í bátnum. Það væri rangt að aðstaðan væri léleg. Þeir hefðu ekki unnið fyrir sig og hann hefði ekki krafið þá um leigu. „Ég leyfði þeim í góðsemi að vera um borð,“ sagði hann.
Innlent Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Fleiri fréttir Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Sjá meira