Kæfisvefn getur valdið slysum 22. september 2006 06:30 Edda gunnarsdóttir, erna sif arnardóttir, bryndís halldórsdóttir, þórarinn gylfason og atli jósefsson Starfsfólk við kæfisvefnsrannsóknir á Landspítalanum. MYND/Heiða „Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns. Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
„Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns.
Innlent Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira